Andakílsskóli - heimsókn í fjárhús

Davíð Pétursson

Andakílsskóli - heimsókn í fjárhús

Kaupa Í körfu

NEMENDUR í 1.-4. bekk Andakílsskóla fóru í heimsókn í ný fjárhús í Mófellsstaðakoti í Skorradal nýlega og var tilgangur ferðarinnar að nemendur kynnust ferlinu frá rúningi til bands. Guðmundur, ráðsmaður á Hvanneyri, rúði nokkrar ær og spunakonur frá Ullarselinu kemdu og spunu úr ullinni. Allir nemendur fóru heim með lítinn ullarhnykil en stefnt er að því að prjóna úr honum í skólanum. Nemendur lærðu hugtökin þel og tog og sýndu þeir þessari vinnu mikinn áhuga, eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. allur textinn

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar