Sólarsalir 2
Kaupa Í körfu
Gífurleg uppbygging hefur verið í Kópavogi undanfarið. Heilu hverfin hafa risið og Salahverfið er nýjasta viðbótin við bæjarfélagið. Perla Torfadóttir ræddi við Ingimar Jónsson og Margréti Helgu Björnsdóttur sem nýlega keyptu fjögurra herbergja íbúð í Sólarsölum. Þau tóku við íbúðinni tilbúinni undir tréverk og hafa unnið algjörlega sjálf við það að koma henni í stand. Þegar mig bar að garði voru Margrét og Ingimar í óðaönn að taka upp úr kössum og koma sér fyrir. Þau eru nýlega flutt inn í þessa björtu og rúmgóðu íbúð. "Við bjuggum áður í lítilli tveggja herbergja íbúð í vesturbæ Reykjavíkur, okkur fannst kominn tími til að skipta um húsnæði þar sem við eigum þrjá unga stráka og því orðið ansi þröngt um okkur á gamla staðnum," segir Margrét. "Við skoðuðum alla möguleika, bæði nýbyggingar og eldra húsnæði. Að lokum stóð valið á milli þess að kaupa þessa íbúð eða fokhelt raðhús í Grafarholti," segir Ingimar. MYNDATEXTI: Margrét Helga og Ingimar leggja síðustu hönd á eldhúsinnréttinguna
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir