Gljámispill

Jónas Erlendsson

Gljámispill

Kaupa Í körfu

Það er búið að vera óvenjulegt veðurfar í mestallan vetur hér á Suðurlandi og hitastigið oft í kringum 10 gráður. Eru þess farin að sjást merki á öllum gróðri. Alls staðar er farið að slá grænum lit á tún og bændur eru víða byrjaðir að vinna að jarðrækt líkt og vorið sé komið. Í mörgum görðum eru laukar útsprungnir. Í garðinum á Höfðabrekku í Mýrdal eru trén að verða laufguð og minnist Sólveig Sigurðardóttir húsfreyja þess ekki að gljámispillinn hafi laufgast áður svona snemma. MYNDATEXTI: Gljámispill allur að laufgast í veðurblíðunni undanfarna daga. (Mynd tekin á Höfðabrekku í Mýrdal í morgun þar sem Gljámispill er orðin allur laufgaður.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar