KR - Grindavík 74:54

KR - Grindavík 74:54

Kaupa Í körfu

FYRSTU fimm mínúturnar voru jafnar í oddaleik KR og Grindavíkur í Vesturbænum í gærkvöldi, þegar liðin léku um að komast í úrslit Íslandsmótsins. Þá skildi leiðir og með Jessicu Stomski fremsta í flokki tóku KR-stúlkur öll völd á vellinum sem skilaði forystu er gestunum tókst aldrei að brúa enda lykileikmaður þeirra, Yvonne Shelton, á hálfum hraða vegna meiðsla. Þrátt fyrir ágæta viðleitni undir lokin tókst Grindvíkingum ekki að snúa leiknum sér í hag og KR vann 74:54. KR mætir Keflavík í úrslitarimmunni. MYNDATEXTI: KR-stúlkur fögnuðu því að komast í úrslit með öruggum sigri á Grindavík í gærkvöldi. Frá vinstri: Gréta María Grétarsdóttir, Tinna Sigmundsdóttir, Georgia O. Kristiansen, María Káradóttir, Helga Þorvaldsdóttir og Hanna Kjartansdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar