Langveik börn undirskrift

Þorkell Þorkelsson

Langveik börn undirskrift

Kaupa Í körfu

Bjarni Ármannsson, stjórnarformaður Velferðarsjóðs barna, Jón Kristjánsson, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, og Magnús Pétursson, forstjóri Landspítala - háskólasjúkrahúss, undirrituðu samninginn í Iðnó í gær. STEFNT er að því að rekstur hvíldar- og endurhæfingarheimilis fyrir langveik börn hefjist í Kópavogi í haust og var samningur þess efnis milli Velferðarsjóðs barna og ríkisstjórnar Íslands undirritaður í Iðnó í gær. Sjóðurinn, sem varð til fyrir þremur árum með ríflega 500 milljóna króna stofnframlagi frá Íslenskri erfðagreiningu, leggur fram 45 til 50 milljónir til endurbóta á húsnæðinu og ríkissjóður leggur fram húsnæðið og tryggir fé til reksturs heimilisins, 20 milljónir á þessu ári og um 84 milljónir á fjárlögum eftir það, miðað við áætlaðan rekstrarkostnað.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar