Flóttamenn koma til Akureyrar

Kristján Kristjánsson

Flóttamenn koma til Akureyrar

Kaupa Í körfu

24 flóttamenn frá fyrrum lýðveldum Júgóslavíu komu til Akureyrar í gær TUTTUGU og fjórir flóttamenn frá fyrrum lýðveldum Júgóslavíu komu til Akureyrar í gær, eða 6 fjölskyldur, og er fólkið á aldrinum 2ja til 55 ára, 11 börn og 13 fullorðnir. Um er að ræða fólk af serbneskum uppruna frá Króatíu. Fólkið hefur búið við kröpp kjör í flóttamannabúðum síðustu ár, en verður nú aðstoðað við að koma undir sig fótunum að nýju og hefja nýtt líf í nýju landi. MYNDATEXTI: Vadranka Kalambura hefur búið í Keflavík frá árinu 2001 ásamt fjölskyldu sinni. Systir hennar, Ranja Pavlica, kom til landsins í fyrrakvöld ásamt fjölskyldu sinni og þær systur hittust því á ný eftir tveggja ára aðskilnað. F.h. Vadranka, dóttir hennar, Nikolina, Ranja og Miljka, tengdamóðir hennar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar