Geysishúsið - Ingólfsnaust

Halldór Kolbeins

Geysishúsið - Ingólfsnaust

Kaupa Í körfu

Höfuðborgarstofa flytur starfsemi sína í Aðalstræti 2 INGÓLFSNAUST verður opnað í miðborginni í dag. Flestir þekkja bygginguna sjálfsagt betur sem Geysishúsið en í dag, þegar Höfuðborgarstofa og Upplýsingamiðstöð ferðamála taka þar til starfa eftir gagngerar endurbætur á húsinu, fær það nýtt nafn sem dregið er af sögu sem rekja má allt aftur til landnáms. "Hér í Aðalstræti 2 var áður naust Reykjavíkurbóndans, allt aftur til daga Ingólfs Arnarsonar og þetta svæði var kallað Ingólfsnaust í gömlum heimildum," útskýrir Svanhildur Konráðsdóttir, forstöðumaður Höfuðborgarstofu. MYNDATEXTI: "Hér var áður naust Reykjavíkurbóndans," segir Svanhildur Konráðsdóttir sem er hæstánægð með nýja staðsetningu Höfuðborgarstofu.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar