Kammerkórinn Vox academica og Rússíbanarnir

Kammerkórinn Vox academica og Rússíbanarnir

Kaupa Í körfu

Efnisskrá tónleikanna er fjölbreytt en þar ber sérstaklega til tíðinda frumflutning á glænýju tónverki Hróðmars Inga Sigurbjörnssonar. Verkið, sem er samið sérstaklega fyrir þessa tónleika, er fyrir kammerkór, hljómsveit, einleiksfiðlu og sópransöngkonu og er tónmynd sjö ljóða Ísaks Harðarsonar úr nýjustu ljóðabók hans, Hjörturinn skiptir um dvalarstað. Verkið ber yfirskriftina Hjörturinn. "Þetta er tónverk byggt á sjö af ljóðunum í bók Ísaks," segir tónskáldið. "Sum ljóðin eru mjög trúarleg en önnur mjög persónuleg. MYNDATEXTI: Hjörturinn æfður. Vox academica, Rússíbanar og Diddú undir stjórn Hákons Leifssonar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar