Haukar - Fram 43:27

Haukar - Fram 43:27

Kaupa Í körfu

Haukar sýndu Frömurum litla gestrisni þegar liðin áttust við á Ásvöllum í oddaleik í 8 liða úrslitum á Íslandsmóti karla í handknattleik í gær. Haukar voru betri á öllum sviðum íþróttarinnar og gjörsigruðu Safamýrarliðið, 43:27, og líkt og á síðustu leiktíð mæta Haukarnir Íslandsmeisturum KA í undanúrslitum og þar eiga þeir rauðklæddu harma að hefna. Myndatexti: Halldór Ingólfsson, fyrirliði Hauka, kominn í opið færi og á leiðinni að skora eitt ellefu marka sinna í leiknum við Fram á Ásvöllum í gær úr jafnmörgum skottilraunum.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar