Höfði. - Afhending barnabókaverðlauna

Jim Smart

Höfði. - Afhending barnabókaverðlauna

Kaupa Í körfu

KRISTÍN Steinsdóttir hlaut í gær hin árlegu Barnabókaverðlaun fræðsluráðs fyrir bestu frumsömdu barnabókina við athöfn í Höfða. Bókin ber heitið "Engill í Vesturbænum" og er myndlýst af Höllu Sólveigu Þorgeirsdóttur en Sigrún Sigvaldadóttir sá um grafíska hönnun. Bókin kemur út hjá Eddu útgáfu hf. Sigfríður Björnsdóttir og Ragnheiður Erla Rósarsdóttir hlutu hins vegar verðlaun fyrir bestu þýðingu barnabókar fyrir þýðingu bókarinnar "Milljón holur" eftir Louis Sachar sem gefin er út hjá Máli og menningu. MYNDATEXTI: Sigfríður Björnsdóttir, Kristín Steinsdóttir og Ragnheiður Erla Rósarsdóttir hlutu Barnabókaverðlaun fræðsluráðs í gær, Kristín fyrir bókina "Engil í Vesturbænum" og Sigfríður og Ragnheiður Erla fyrir þýðingu sína á "Milljón holum" eftir Louis Sachar.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar