60 plús - Stofnfundur

Sverrir Vilhelmsson

60 plús - Stofnfundur

Kaupa Í körfu

ELLERT B. Schram var kjörinn formaður samtakanna 60 plús á stofnfundi þeirra sem haldinn var í Súlnasal Hótels Sögu í gær. Samtökin eru á vegum Samfylkingarinnar en þau eru fyrir 60 ára og eldri og munu berjast fyrir hagsmunamálum eldri borgara. MYNDATEXTI: Ásta R. Jóhannesdóttir (t.v.) og Bryndís Hlöðversdóttir alþingismenn samfagna Ellerti B. Schram sem kjörinn var formaður samtakanna 60 plús. (Samtök Samfylkingarmanna er komnir eru á sjötugsaldurinn voru stofnuð í dag og bera þau nafnið 60+. Ellert B. Schram var valinn formaður. Markmið samtakanna er að gæta hagsmuna fólks 60 ára og eldra innan flokksins og í stefnu hans. Samtökin eiga sér hliðstæðu m.a. í þýska og sænska jafnaðarmannaflokknum, að því er segir í fréttatilkynningu frá Samfylkingunni.)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar