Frjálslyndi flokkurinn - Fundur

Frjálslyndi flokkurinn - Fundur

Kaupa Í körfu

Það var líflegt á fundi Frjálslynda flokksins í Kjósinni í fyrrakvöld. Pétur Blöndal hlýddi á frambjóðendur og ræddi við fundargesti. Kvöldið í Kjósinni er milt og heiðskírt. Hjörð af hestum frá Laxárnesi er á beit vestan í lágum hrygg við þjóðveginn. Í skógarlundi utan við Félagsgarð standa Guðjón Arnar Kristjánsson, formaður Frjálslynda flokksins, og Gunnar Örlygsson, sem er í fyrsta sæti í Suðurkjördæmi. Þeir bíða rólegir eftir því að gesti beri að garði. Það hefur ekki verið haldinn kosningafundur í Kjósinni í næstum 30 ár. -Ef það mætir enginn, þá sýnir það aðeins að það þýðir ekki að halda hérna stjórnmálafund, ekki einu sinni á þrjátíu ára fresti, segir Guðjón Arnar og hlær. (Drengur í Kjós - Fundur Frjálslynda flokksins)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar