Útför Gísla Konráðssonar

Kristján Kristjánsson

Útför Gísla Konráðssonar

Kaupa Í körfu

Útför Gísla Konráðssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra Útgerðarfélags Akureyringa, var gerð frá Akureyrarkirkju í gær, en Gísli lést 27. apríl síðastliðinn. Prestur var sr. Jóna Lísa Þorsteinsdóttir, organisti Björn Steinar Sólbergsson og einsöngvarar Sólveig Samúelsdóttir, dótturdóttir Gísla, og Óskar Pétursson. Pawel Panasiuk lék einleik á selló og Þórey Aðalsteinsdóttir las. Líkmenn voru tengdabörn Gísla og konu hans, Sólveigar Axelsdóttur, fremstir Hörður Blöndal, Sigurður M. Albertsson, Hallfríður Konráðsdóttir, Jakob V. Hafstein, Guðmundur Pétursson, Haraldur Baldursson, Björn Ingi Sveinsson og Samúel J. Samúelsson. Myndatexti: Útför Gísla Konráðssonar, fyrrverandi framkvæmdastjóra ÚA, var gerð frá Akureyrarkirkju í gær.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar