Hængsmót

Kristján Kristjánsson

Hængsmót

Kaupa Í körfu

Metþátttaka var á 21. Hængsmótinu sem fram fór í Íþróttahöllinni á Akureyri um helgina en um er að ræða opið íþróttamót fyrir fatlaða. Alls mættu rúmlega 320 keppendur til leiks frá 18 félögum víðs vegar af landinu. Elsti keppandi mótsins var Sigurður R. Ingimundarson frá Íþróttafélaginu Akri en hann varð 91 árs á fyrri keppnisdegi mótsins sl. föstudag. Yngsti keppandinn, Jóhann Þór Hólmgrímsson kom einnig frá Íþróttafélaginu Akri en hann er 10 ára. Jóhann Þór gerði sér þó lítið fyrir og sigraði í opnum flokki í boccia, sem verður að teljast góður árangur. Þá var Sigurður í sigursveit Akurs sem sigraði í opnum flokki. Myndatexti: Einbeittir keppendur í rennuflokki í boccia á Hængsmótinu á Akureyri.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar