Kaffi 59

Gunnar Kristjánsson

Kaffi 59

Kaupa Í körfu

OPIÐ hús var nýlega eina kvöldstund á veitingastaðnum, Kaffi 59. Tilefnið var opnun á nýjum stað, þar sem Kristján IX var áður til húsa. Fjölmargir litu við og færðu eigendunum árnaðaróskir. Á hinum nýja stað er áætlað að reka kaffihús, ásamt því að boðið verður upp á hefðbundna skyndibita, s.s. pitsur og hamborgara. Það eru þrjár vaskar meyjar sem standa að rekstrinum ásamt eiginmönnum sínum. Það eru þær; Hrund Hjartardóttir, Dóra Aðalsteinsdóttir og Anna Aðalsteinsdóttir. MYNDATEXTI: Hrund, Anna og Dóra innan við barborðið á Kaffi 59.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar