Hrossagaukar

Morgunblaðið/Birkir Fannar Haraldsson

Hrossagaukar

Kaupa Í körfu

Þeir áttu sér draum þessir hrossagaukar að lifa og njótast á Íslandi eitt sumar. Nýkomnir að Mývatni og byrjaðir ástaleiki á þjóðveginum, svo sem gaukum er tamt, urðu þeir fórnarlömb miskunnarleysis mannanna. Einhver var að flýta sér mikið á þjóðveginum við Stekkjarnes. Sá hefur ekki áttað sig á að fuglar eiga sitt tilhugalíf og gleyma þá alveg stund og stað. Það leyndi sér ekki að þannig hefur þetta borið að. Þessir fuglar flugu ekki á bíl. Það var ekið yfir þá óviðbúna. Lífsins leikur á miðjum vegi. Búið spil. Myndatexti: Þannig fór sumarið þeirra.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar