Hótel Nordica

Sverrir Vilhelmsson

Hótel Nordica

Kaupa Í körfu

Hótel Nordica var tekið í notkun í gær að viðstöddu fjölmenni. Davíð Oddsson forsætisráðherra lýsti hótelið formlega tekið í notkun. Hótelið, sem áður hét Hótel Esja, hefur verið endurnýjað innan sem utan auk þess sem byggt var við það. Á hótelinu er mjög góð aðstaða til ráðstefnuhalds og eru 30 alþjóðlegar ráðstefnur bókaðar á hótelinu á þessu ári. MYNDATEXTI: Setu- og borðstofa á 8. hæð hússins er með glæsilegu útsýni. Nordica Hótel, sem áður var Hótel Esja, verður opnað formlega á ný síðdegis í dag eftir umfangsmiklar breytingar en það var opnað fyrir almennum ferðamönnum í apríl. Hefur hótelið verið stækkað um 136 herbergi og eru þá 284 herbergi þar auk nýs veitingastaðar, bars, heilsuaðstöðu og ellefu ráðstefnu- og fundasala. Framkvæmdir við hótelið hófust sumarið 2001)

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar