Guðmundur Ingólfsson

Arnaldur Halldórsson

Guðmundur Ingólfsson

Kaupa Í körfu

"Þetta safn er tímavél; það eru ekki hundruð svona mynda heldur þúsundir," sagði Guðmundur Ingólfsson ljósmyndari á fyrirlestri sem hann flutti um Ólaf K. Magnússon, ljósmyndara Morgunblaðsins á árunum 1947 til 1996, á vegum Ljósmyndasafns Reykjavíkur fyrir fullum sal af fólki í gær. Hér bregður Guðmundur upp mynd Ólafs frá árásinni á Alþingishúsið 30. mars 1949. Hann sýndi fjölda mynda Ólafs, einkum frá fyrri hluta ferils hans, og ræddi um það hve sterkur blær tíðarandans væri í myndunum. "Ólafur var fréttahaukur, hafði áhuga á fólki, næman skilning á umhverfinu, hann hafði safnaraeðli og var forvitinn; allt eru þetta einkenni framúrskarandi ljósmyndara." Og hann bætti við: "Í þessu safni er ótrúlegt magn gersema."

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar