Dans fyrir þig

Arnaldur Halldórsson

Dans fyrir þig

Kaupa Í körfu

UM þessar mundir fagnar Íslenski dansflokkurinn því að 30 ár eru liðin frá stofnun hans, en það var 1. maí 1973. Af því tilefni var efnt til veglegrar afmælisveislu sem hófst á fimmtudagskvöldinu með frumsýningu afmælissýningar flokkins, nýs íslensks dansverks eftir Láru Stefánsdóttur sem nefnist Dans fyrir þig. Áður en sýningin hófst var starfsmönnum, styrktaraðilum og öðrum velunnurum boðið til afmælisdrykkjar í anddyri Borgarleikhúsins. Var þar margt góðra gesta saman komið til að samfagna Dansflokknum á þessum merku tímamótum. MYNDATEXTI: Árni Vilhjálmsson, Theodór Júlíusson og Magrét Helga Jóhannsdóttir.

Frekari upplýsingar

Ljósmyndarar

Teiknarar