Völundur Snær Völundarson
Kaupa Í körfu
Völundur Snær Völundarson ólst upp á bökkum Laxár í Aðaldal. Hann er lærður kokkur og hefur farið víða um heiminn MYNDATEXTI: Tímaritið Grand Bahama Island fjallaði um nýjustu auglýsingu Ferry House Restaurant á tveimur opnum. Þar er því lýst hvernig Völundur kokkur og ljósmyndarinn Paul Mockler rissuðu upp hugmyndina og fengu vini sína til liðs við sig við myndatökuna. Vinirnir lögðu til bát og kafara, en í þeim hópi var Cristina Zenato, sem hefur sérhæft sig í að fást við hákarla. Hún tældi hákarlana með dauðum síldum og ljósmyndarinn smellti af í hvert skipti sem hákarl synti hjá. Völundur brosti við eldavélina, en greip af og til í súrefnisgrímuna sem var falin á bakvið eldavélina. Völundur segir að myndatakan hafi gengið hratt og vel. "Paul ljósmyndari er þaulvanur að vinna neðansjávar. Hann varð fyrstur manna til að mynda flak Titanic á hafsbotni. Við erum þegar farnir að velta fyrir okkur næstu auglýsingu. Hún verður að vera sérstök."
Arnþór Birkisson
Skoða myndirÁrni Sæberg
Skoða myndirÁsdís Ásgeirsdóttir
Skoða myndirEggert Jóhannesson
Skoða myndirEmilía Björg Björnsdóttir
Skoða myndirGolli / Kjartan Þorbjörnsson
Skoða myndirJúlíus Sigurjónsson
Skoða myndirKristinn Ingvarsson
Skoða myndirKristinn Magnússon
Skoða myndirÓlafur K. Magnússon
Skoða myndirÓmar Óskarsson
Skoða myndirRax / Ragnar Axelsson
Skoða myndirHelgi Sigurðsson
Skoða myndirÍvar Valgarðsson
Skoða myndirKristinn Pálsson
Skoða myndir