„Markmiðið er að æsast saman“

Sif Baldursdóttir og Embla Huld Þorleifsdóttir stýra hlaðvarpinu Klikkaðar kynlífssögur.
Sif Baldursdóttir og Embla Huld Þorleifsdóttir stýra hlaðvarpinu Klikkaðar kynlífssögur. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hlaðvarpsþátt­ur­inn Klikkaðar kyn­lífs­sög­ur er snú­inn aft­ur eft­ir þriggja ára hlé. Stjórn­end­ur hlaðvarps­ins eru Sif Bald­urs­dótt­ir og Embla Huld Þor­leifs­dótt­ir. Þegar þátt­ur­inn fór í loftið á sín­um tíma varð hann strax arfa­vin­sæll. Í þætt­in­um njóta þær þess í botn að tala um allt sem viðkem­ur kyn­lífi. Þær fá til sín góða gesti í suma þætt­ina sem gjarn­an deila sín­um upp­lif­un­um og skoðunum. Þema þátt­anna er gleði, húm­or og for­vitni.

„Okk­ur líður yf­ir­leitt eins og við séum bara í góðu spjalli, við tvær að deila djúp­um leynd­ar­mál­um og skoðunum, og gleym­um stund­um að við séum í upp­töku. Þetta eru vanga­velt­ur, reynslu og skoðanir sem við höf­um og deil­um með okk­ar hlust­end­um. Það skemmti­leg­asta við þetta er að hlust­end­ur eru með okk­ur í ferl­inu, deila sög­um sem við les­um stund­um upp í þátt­um með gefnu leyfi. Einnig koma gest­ir til okk­ar í þátt­inn og við tvær lær­um ým­is­legt nýtt og áhuga­vert um lífið og til­ver­una,“ seg­ir Sif og Embla tek­ur und­ir þetta. 

Þær segja eng­ir tveir þætt­ir séu eins. Þegar þær eru spurðar að því fyr­ir hvern hlaðvarpið sé játa þær að það sé alls ekki fyr­ir alla.  

„Sum­um finnst áhuga­vert að tala um kyn­líf, öðrum ekki. Flest stund­um við þó kyn­líf, hvers vegna má ekki tala um það? Í þátt­un­um töl­um við um svo margt, það er lítið sem ekki má ræða. Stund­um ræðum við mál sem geta tal­ist vera ta­boo, en mark­miðið er að kynn­ast því óþekkta, hafa gam­an, æs­ast sam­an og allt þar á milli. Við erum ekki sér­fræðing­ar í þess­um mál­um en fáum til okk­ar sér­fræðinga sem geta svarað þeim spurn­ing­um sem við þurf­um svör við,“ seg­ir Embla. 

Hægt er að hlusta á Klikkaðar kyn­lífs­sög­ur á hlaðvarpsvef mbl.is. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda