Milljónir horfa á íslenskt „pappakassaafmæli“

Kristín Maríella býr í Japan ásamt fjölskyldu sinni og deilir …
Kristín Maríella býr í Japan ásamt fjölskyldu sinni og deilir ráðum um virðingarríkt uppeldi. Ljósmynd/Respectful Mom

Krist­ín Mariella Friðjóns­dótt­ir held­ur úti In­sta­gram-reikn­ingn­um Respect­fulmom þar sem hún er með tæp­lega 160 þúsund fylgj­end­ur. Þar hef­ur hún fjallað um virðing­ar­ríkt upp­eldi um ára­bil. Ásamt því að halda úti miðlin­um hef­ur hún frá ár­inu 2016 haldið reglu­leg upp­eld­is­nám­skeið um ýms­ar hliðar upp­eld­is. Vin­sæl­ustu nám­skeiðin eru um að setja skýr en ást­rík mörg og hvernig er best að vinna með stór­ar til­finn­ing­ar barn­anna sinna.

Á dög­un­um deildi hún mynd­skeiði frá því sem hún kall­ar „pappa­kassa-af­mæli.“ Það er barna­af­mæli þar sem ekk­ert nema pappa­kass­ar, lök, teppi, lím­bandsrúll­ur og tússlit­ir eru til staðar fyr­ir börn­in að leika með. Mynd­skeiðið hef­ur farið sem eld­ur í sinu um in­ter­netið.

„Ég hef gert þetta þris­var sinn­um fyr­ir börn­in mín og þetta hafa alltaf verið best heppnuðu af­mæl­in. Ekki bara vegna þess hversu ein­falt og ódýrt þetta er í fram­kvæmd held­ur vegna þess að þetta eru þau af­mæli þar sem krakk­arn­ir leika sér svo vel, eru djúpt sokk­in í að búa til og skapa all­an tím­ann. Þau eru í mikl­um ímynd­un­ar­leikj­um og sam­vinnu við að búa til heilu pappa­kassa-æv­in­týra­heim­ana,“ seg­ir Krist­ín sem býr í Jap­an ásamt fjöl­skyldu sinni.

„Það sem besta er að aldrei fer neitt úr bönd­un­um. Börn­in verða nefni­lega ekki eins æst og þau verða of í hefðbundn­um barna­af­mæl­um og for­eldr­ar þurfa ekki að hafa ofan af fyr­ir þeim. Því op­inn efniviður eins og pappa­kass­ar halda krökk­un­um svo auðveld­lega við efnið.“

Viðbrögðin ótrú­lega góð

Krist­ín hef­ur sýnt frá hug­mynd­inni áður en ákvað nú loks að búa til mynd­skeið þar sem fólk gæti deilt því áfram. „Ég ákvað að gera það loks­ins núna í kring­um þriggja ára af­mæli yngsta stráks­ins míns. Viðbrögðin létu ekki á sér standa.“

Nú hafa yfir ein og hálf millj­ón manns horft á mynd­skeiðið og eru öll viðbrögðin ótrú­lega já­kvæð að henn­ar sögn. „Ég elska hvað fólk er hrifið af svona ein­föld­um, ódýr­um og vist­væn­um hug­mynd­um.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda