Milljónir horfa á íslenskt „pappakassaafmæli“

Kristín Maríella býr í Japan ásamt fjölskyldu sinni og deilir …
Kristín Maríella býr í Japan ásamt fjölskyldu sinni og deilir ráðum um virðingarríkt uppeldi. Ljósmynd/Respectful Mom

Kristín Mariella Friðjónsdóttir heldur úti Instagram-reikningnum Respectfulmom þar sem hún er með tæplega 160 þúsund fylgjendur. Þar hefur hún fjallað um virðingarríkt uppeldi um árabil. Ásamt því að halda úti miðlinum hefur hún frá árinu 2016 haldið regluleg uppeldisnámskeið um ýmsar hliðar uppeldis. Vinsælustu námskeiðin eru um að setja skýr en ástrík mörg og hvernig er best að vinna með stórar tilfinningar barnanna sinna.

Á dögunum deildi hún myndskeiði frá því sem hún kallar „pappakassa-afmæli.“ Það er barnaafmæli þar sem ekkert nema pappakassar, lök, teppi, límbandsrúllur og tússlitir eru til staðar fyrir börnin að leika með. Myndskeiðið hefur farið sem eldur í sinu um internetið.

„Ég hef gert þetta þrisvar sinnum fyrir börnin mín og þetta hafa alltaf verið best heppnuðu afmælin. Ekki bara vegna þess hversu einfalt og ódýrt þetta er í framkvæmd heldur vegna þess að þetta eru þau afmæli þar sem krakkarnir leika sér svo vel, eru djúpt sokkin í að búa til og skapa allan tímann. Þau eru í miklum ímyndunarleikjum og samvinnu við að búa til heilu pappakassa-ævintýraheimana,“ segir Kristín sem býr í Japan ásamt fjölskyldu sinni.

„Það sem besta er að aldrei fer neitt úr böndunum. Börnin verða nefnilega ekki eins æst og þau verða of í hefðbundnum barnaafmælum og foreldrar þurfa ekki að hafa ofan af fyrir þeim. Því opinn efniviður eins og pappakassar halda krökkunum svo auðveldlega við efnið.“

Viðbrögðin ótrúlega góð

Kristín hefur sýnt frá hugmyndinni áður en ákvað nú loks að búa til myndskeið þar sem fólk gæti deilt því áfram. „Ég ákvað að gera það loksins núna í kringum þriggja ára afmæli yngsta stráksins míns. Viðbrögðin létu ekki á sér standa.“

Nú hafa yfir ein og hálf milljón manns horft á myndskeiðið og eru öll viðbrögðin ótrúlega jákvæð að hennar sögn. „Ég elska hvað fólk er hrifið af svona einföldum, ódýrum og vistvænum hugmyndum.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda