Guðni Th. Jóhannesson, fyrrverandi forseti Íslands, er orðinn afi. Dóttir hans Rut Thorlacius Guðnadóttir eignaðist son í byrjun apríl ásamt Halldóri Friðrik Harðarsyni, eiginmanni sínum.
Nýbökuðu foreldrarnir greina frá þessum gleðitíðindum í færslu á Facebook.
„Litla fjölskyldan er núna komin heim í hreiðrið sitt og allir eru á batavegi. Þökkum allar kveðjur og hlýjar óskir, við getum ekki verið stoltari af dásamlega litla unganum okkar,“ skrifa þau í færslunni.
Smartland óskar nýbökuðu foreldrunum til hamingju!