Svona einfaldar þú líf fjölskyldunnar

Gunna Stella heilsumarkþjálfi, kennari og fyrirlesari.
Gunna Stella heilsumarkþjálfi, kennari og fyrirlesari.

„Fyr­ir nokkr­um árum fóru við hjón­in með börn­in okk­ar fjög­ur í ferðalag til Flórída. Yngsta barnið okk­ar var nokkra mánaða og ég var frek­ar stressuð yfir því að fara í langt ferðalag með svona mörg börn. Mér finnst reynd­ar hlægi­legt til þess að hugsa í dag í ljósi þess að við erum ný­kom­in frá Ástr­al­íu með alla fjöl­skyld­una. En maður slíp­ast til með ár­un­um og lífið verður ein­fald­ara í hug­an­um. Á þessu ferðalagi okk­ar til Flórída höfðum við húsa­skipti og dvöld­um í dá­sam­legu húsi í fal­legu hverfi rétt fyr­ir utan Or­lando. Á meðan við dvöld­um þar tók ég eft­ir því hversu auðvelt var að halda hús­inu hreinu og  að laga til. Lítið var um skraut­muni í hús­inu og eng­inn óþarfi. Húsið var samt sem áður mjög fal­legt og inn­réttað á fal­leg­an hátt. Börn­in voru með pass­legt magn af leik­föng­um og all­ir með nokk­ur sett af föt­um,“ seg­ir Gunna Stella heil­su­markþjálfi, kenn­ari og fyr­ir­les­ari í sín­um nýj­asta pistli: 

Þetta var af­skap­lega ljúft og þægi­legt frí.  Á þess­um tíma var ég ný­lega byrjuð á veg­ferð minni í átt að ein­fald­ara lífi og var því meira vak­andi en ella yfir því hvernig mér leið, hvernig húsið var og hvað hafði áhrif á líðan okk­ar.  Þegar heim var komið hugsaði ég oft um húsið í í Flórída og mig langaði til þess að heim­ilið okk­ar yrði eins og það heim­ili þ.e ein­fald­ara! Ég byrjaði því mark­visst að ein­falda heim­ilið, lífið og dag­skrána meira og meira.

En er ekki flókið að byrja að ein­falda? Nei, alls ekki.

10:7

Gefðu þér 10 mín­út­ur á dag í eina viku til að fara um heim­ilið þitt, horfa á hlut­ina í kring­um þig og spyrja sjálfa þig eft­ir­far­andi spurn­ing­ar: Þarf ég á þessu að halda? Ef svarið er nei, settu það þá í kassa og farðu með það á næsta Nytja­markað.

Þetta ein­falda atriði mun hjálpa þér að byrja og koma þér vel af stað. Þú munt finna mun þegar þú los­ar þig við hlut­ina í stað þess að end­urraða þeim.

Ég þrái að hafa heim­ilið mitt ein­falt vegna þess að það gef­ur mér meiri tíma með börn­un­um mín­um, gef­ur mér meira svig­rúm til þess að sinna áhuga­mál­um mín­um og það gef­ur mér meiri ró.

Það eru til ýms­ar góðar aðferðir til þess að ein­falda heim­ilið og það er ferli Þess vegna ákvað ég að deila af reynslu minna og ein­falda málið fyr­ir aðra sem vilja hefja þessa veg­ferð. Þess vegna samdi ég nám­skeiðið Ein­fald­ara líf - Betra líf.

Þetta nám­skeið leiðir þig skref fyr­ir skref í átt að ein­fald­ara lífi. Einn af kost­un­um við þetta nám­skeið er að þú get­ur haf­ist handa strax í dag, hlustað á þínum hraða og unnið verk­efn­in eft­ir þinni henti­semi.

En þú nærð ekki ár­angri nema að þú byrj­ir. Þess vegna hvet þig til þess að taka skrefið í dag í átt að ein­fald­ara lífi. 

Smelltu hér til þess að hefjast handa! 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda