Játningar móður og mammviskubitið

„Ég er svo hepp­in að vera mamma, hlut­verk sem ég þráði að sinna allt frá frá því að ég var lít­il stelpa í mömmó. Ég elska börn­in mín og vil þeim allt það besta í líf­inu. Þegar ég varð móðir í fyrsta sinn þá byrjaði ég hlut­verkið með ákveðinn mis­skiln­ing í fartesk­inu. Ég hélt ég þyrfti að vera full­kom­in mamma. Ég vildi standa mig vel, ég vildi vernda barnið mitt. En þegar á leið þá upp­götvaði ég að það er ekk­ert sem heit­ir „full­kom­in mamma“. Ég reyni mitt besta en stund­um tekst mér ekki nógu vel til,“ seg­ir Gunna Stella heil­su­markþjálfi, fyr­ir­les­ari og kenn­ari í sín­um nýj­asta pistli: 

Ég reyni að passa upp á börn­in mín séu snyrti­leg, fái nær­andi mat, sinni heima­námi, fái tæki­færi til að stunda tóm­stund­ir, sinna áhuga­mál­um sín­um og vináttu við önn­ur börn o.s.frv. Það koma dag­ar þar sem ég upp­götva (þegar börn­in eru sofnuð) að ég gleymdi að láta þau lesa eða að senda þau á fim­leikaæf­ingu og þess hátt­ar. Sem bet­ur fer hef ég lært að það er allt í lagi að gera ekki allt 100% rétt. 

Ég þarf oft að segja nei við börn­in mín, það er stund­um erfitt en ég veit að það er þeim fyr­ir bestu. Ég þarf líka stund­um að kenna börn­un­um mín­um þol­in­mæði, t.d með því að kenna þeim að safna fyr­ir hlut­um sem þeim lang­ar til að eign­ast eða hrein­lega bíða eft­ir að röðin komi að þeim.

Í vik­unni fjallaði ég um það á In­sta­gram að Móður­hlut­verkið er marg­slungið og hef ég oft upp­lifað svo­kallað Mamm­visku­bit. Ég hef sann­fært sjálfa sig um að ég séu ekki nógu góð og fer að bera mig sam­an við mömm­una í næsta húsi eða mömm­una sem ég er ný­far­in að fylgja á In­sta­gram. Við mömm­ur erum ólík­ar, höf­um mis­mun­andi hæfi­leika og nálg­umst lífið frá mis­mun­andi sjón­ar­horni. Við þurf­um ekki að vera full­komn­ar og við meg­um viður­kenna það þegar okk­ur tekst ekki nógu vel til.

 

View this post on In­sta­gram

*English below 😉 Mamma, viltu halda á mér? Já í smá­stund og svo þarft þú líka að ganga sjálf­ur Lúkas minn👏 en ég er svo þreytt­ur. Já, ég veit en þu þarft líka að æfa þig að fara í göngu­ferðir👋 Að vera mamma er BEST en það er líka krefj­andi. Ég hef oft reynt að vera full­kom­in mamma en komst að því fyr­ir löngu síðan að það er ekki hægt. Ég reyni mitt besta en hef oft fengið #Mamm­visku­bit. Ég hef gleymt að fara með börn­in á æf­ing­ar, gleymt að láta lesa heima og allskon­ar annað...EN ég geri mitt besta og reyni að baða börn­in mín í ást, skiln­ing og um­hyggju ásamt dass af aga hvern dag. Eitt af því sem ég hef reynt að gera í veg­ferð minni í átt að Ein­fald­ara lífi er að pakka Mamm­visku­bit­inu ofan í tösku, henda tösk­unni upp á háa­loft og hætta að burðast með hana. Ég er mamma og ég ELSKA það og reyni að gera mitt besta hvern dag❤ #mamm­visku­bit #mamm­viska #ein­fald­aralif #jkxkbb

A post shared by Gunna Stella (@gunna­stella) on Jun 6, 2019 at 9:57am PDT

 

Hluti af mínu ferli í átt að ein­fald­ara lífi hef­ur verið að taka aðstæðum eins og þær eru. Stund­um er lífið auðvelt og stund­um er það bara flókið. Eitt af því er að horf­ast í augu við það að ég er ekki full­kom­in mamma en ég er góð mamma sem um­vef börn­in mín kær­leika og ást og reyni ekki að setja þau öll í sama mót. Þau eru jafn mis­jöfn eins og þau eru mörg en öll hafa þau að geyma frá­bær­an per­sónu­leika sem þarf að fá bestu skil­yrði til að vaxa. Bestu skil­yrðin fyr­ir þau eru ást, kær­leik­ur, þol­in­mæði, um­hyggju­semi, rétt magn af aga og dass af ófull­kom­leika. Já, það er stund­um gott fyr­ir þau að sjá að mamma er ekki full­kom­in.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda