Litrík barnaherbergi að hætti Barrymore

Drew Barrymore er ekki bara leikkona.
Drew Barrymore er ekki bara leikkona. mbl.is/AFP

Leikkonunni Drew Barrymore er margt til lista lagt en nú er hún búin að hanna barnahúsgagnalínu undir nafninu Flower Kids. Línan er mjög litrík og vill Barrymore greinilega ekki sjá nein svarthvít barnaherbergi. 

Regnboginn er fyrirferðarmikill í línunni sem og dýr og annað sem börn tengja við. Allt er þetta mjög litríkt og lögunin skemmtileg. Sem dæmi má sjá fílahillu, regnbogarúm og regnbogahirslur. 

Barrymore var umhugað um sín eigin börn við gerð húsgagnanna. Leikkonan á dæturnar Olive og Frankie sem fæddar eru árin 2012 og 2014. 

„Ég vildi búa til eitthvað sem mér fannst ég ekki finna sem foreldri,“ sagði Barrymore um línuna á vef Elle Decor. „Mér leið eins og það vantaði liti, gleði og dirfsku á markaðinn og ef það er herbergi í húsinu sem má vera áberandi, ævintýralegt, glaðlegt, litríkt og bjart þá er það barnaherbergi.“ 

View this post on Instagram

Only sweet dreams here...🍓🍐 ☁️ #FLOWERKids tap to shop this cheerful room @hayneedle

A post shared by FLOWER by Drew (@flowerbydrew) on Aug 4, 2019 at 6:03pm PDT



View this post on Instagram

Our 🌈 headboard, designed for the most colorful bedrooms! Tap to shop #FLOWERKids now available @hayneedle @walmart

A post shared by FLOWER by Drew (@flowerbydrew) on Aug 4, 2019 at 7:53am PDT



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda