Sumir láta ekki sjá sig með neitt annað en töskur frá hátískumerkjum á borð við Gucci. Þó svo að lítið bleyjubarn hafi bæst við fjölskylduna þýðir það ekki að ekki sé hægt að ganga með tösku frá dýru merki. Það er auðveldlega hægt að eyða hundruðum þúsunda í eina skiptitösku ef vilji er fyrir hendi.
Á vefversluninni Childsplayclothing er hægt að kaupa allt fyrir barnið frá lúxusmerkjum, þar á meðal skiptitöskur. Má meðal annars finna skiptitöskur frá Gucci, Burberry, Fendi og Vercase.
Gucci býður upp á dýrustu skiptitöskurnar en þær kosta allt að 218 þúsund íslenskar krónur. Dýrasta skiptitaskan frá Versace kostar hins vegar ekki nema um 132 þúsund krónur.