Loksins kemur lína Kelsey Oseid í H&M

Sænska móðurskipið H&M vinnur reglulega með þekktum tískumerkjum. Nú hefur fyrirtækið hafið samstarf við Kelazuki sem er þekkt fyrir ævintýraheim sinn. Teiknarinn Kelsey Oseid býr til heillandi munstur með teikningum sínum sem fá að njóta sín í línunni. 

„Það er mjög gaman að sjá myndskreytingar mínar notaðar á nýjan hátt í þessu frábæra samstarfi við H&M. Það eru mjög dýrmæt tengsl milli barna og náttúru. Ég held að það sé ástæðan fyrir því að verk mín ná oft einnig til fullorðinna,“ segir Kelsey Oseid, myndskreytir og eigandi Kelzuki.

Mynskreytingar Kelzuki eru allt frá stórum myndum af refum, tígrisdýrum, hlébörðum og björnum  til mynstur fiðrilda, fugla og annarra dýra og jafnvel risaeðla. H&M x Kelzuki-línan inniheldur peysur, skyrtur, leggings, pils og þægilega jogginggalla sem hannaðir eru af hönnunarteymi H&M. Notalegur flísfatnaður, mjúk efni, flauel og snerti af glimmeri má sjá bregða fyrir í línunni og eru litirnir haustlegir en samtímis litríkir; sinnepsgulur, vínrauður, hvítur og rykbleikur.

„Við elskum litríkar og lifandi myndskreytingar Kelsey og hvernig þær fanga persónuleika mismunandi dýra. Við einbeittum okkur að dýrum fyrir línuna og höfum byggt upp safn með prentum úr frábærum verkum Kelsey, sem við getum ekki beðið eftir að deila með öllum,“ segir Sofia Löfstedt, yfirhönnuður barnafatnaðar hjá H&M.

Teikningar fanga dýraríkið á skemmtilegan og litríkan hátt en H&M x Kelzuki-línan samanstendur af fatnaði og skóm og kemur í stærðum 92-170 cm. Línan fer í sölu í verslunum H&M á Íslandi í byrjun október.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda