Loksins kemur lína Kelsey Oseid í H&M

Sænska móður­skipið H&M vinn­ur reglu­lega með þekkt­um tísku­merkj­um. Nú hef­ur fyr­ir­tækið hafið sam­starf við Kelazuki sem er þekkt fyr­ir æv­in­týra­heim sinn. Teikn­ar­inn Kels­ey Oseid býr til heill­andi munst­ur með teikn­ing­um sín­um sem fá að njóta sín í lín­unni. 

„Það er mjög gam­an að sjá myndskreyt­ing­ar mín­ar notaðar á nýj­an hátt í þessu frá­bæra sam­starfi við H&M. Það eru mjög dýr­mæt tengsl milli barna og nátt­úru. Ég held að það sé ástæðan fyr­ir því að verk mín ná oft einnig til full­orðinna,“ seg­ir Kels­ey Oseid, myndskreyt­ir og eig­andi Kelzuki.

Mynskreyt­ing­ar Kelzuki eru allt frá stór­um mynd­um af ref­um, tígr­is­dýr­um, hlé­börðum og björn­um  til mynstur fiðrilda, fugla og annarra dýra og jafn­vel risaeðla. H&M x Kelzuki-lín­an inni­held­ur peys­ur, skyrt­ur, legg­ings, pils og þægi­lega jogg­inggalla sem hannaðir eru af hönn­un­art­eymi H&M. Nota­leg­ur flís­fatnaður, mjúk efni, flau­el og snerti af glimmeri má sjá bregða fyr­ir í lín­unni og eru lit­irn­ir haust­leg­ir en sam­tím­is lit­rík­ir; sinn­epsgul­ur, vín­rauður, hvít­ur og ryk­bleik­ur.

„Við elsk­um lit­rík­ar og lif­andi myndskreyt­ing­ar Kels­ey og hvernig þær fanga per­sónu­leika mis­mun­andi dýra. Við ein­beitt­um okk­ur að dýr­um fyr­ir lín­una og höf­um byggt upp safn með prent­um úr frá­bær­um verk­um Kels­ey, sem við get­um ekki beðið eft­ir að deila með öll­um,“ seg­ir Sofia Löf­stedt, yf­ir­hönnuður barnafatnaðar hjá H&M.

Teikn­ing­ar fanga dýra­ríkið á skemmti­leg­an og lit­rík­an hátt en H&M x Kelzuki-lín­an sam­an­stend­ur af fatnaði og skóm og kem­ur í stærðum 92-170 cm. Lín­an fer í sölu í versl­un­um H&M á Íslandi í byrj­un októ­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda