Börnum bjargað úr ofbeldisaðstæðum

Mörg dæmi eru um að börnum í ofbeldisaðstæðum hafi verið …
Mörg dæmi eru um að börnum í ofbeldisaðstæðum hafi verið komið til bjargar eftir tilkynningu til ábendingalína um ofbeldi gegn þeim á neti. Ljósmynd/ThinkstockPhotos

„Mörg dæmi eru um að börnum í ofbeldisaðstæðum hafi verið komið til bjargar eftir tilkynningu til ábendingalína um ofbeldi gegn þeim á neti. Í gegnum Inhope, regnhlífasamtök ábendingalína um allan heim, er unnið að því hörðum höndum að bregðast við ábendingum á skjótvirkan hátt, þannig að efni sé fjarlægt af netinu innan 48 stunda frá því að tilkynning berst. Barnaheill eru þátttakendur í þessu samstarfsneti,“ segir í nýjasta pistli Barnaheilla á mbl.is.

„Þessi góða samvinna stuðlaði að því að árið 2018 leiddi tilkynning til sænsku ábendingalínunnar, ECPAT Sweden, til þess að einstaklingur var handtekinn fyrir að hafa í fórum sínum kynferðisofbeldi gegn börnum í tölvu sinni. Nánari rannsókn leiddi í ljós að sá grunaði hafði sjálfur beitt fjögur börn kynferðislegu ofbeldi, en eitt þeirra var ungabarn hans sjálfs.

Önnur árangurssaga frá Ameríku varðar tilkynningu sem barst NCMEC-ábendingalínunni í byrjun desember 2018. Tilkynningin barst frá netþjónustufyrirtæki sem hafði komist að því að verið væri að hlaða niður myndefni sem sýndi kynferðisofbeldi gegn börnum. Myndefnið sem tilkynnt var um og sýndi kynferðisofbeldi gegn ókynþroska stúlku virtist nýlegt að sjá og leiddi rannsókn í ljós að brotavettvangur væri nærri Aledo í Texas. Upplýsingar fengust um notandann og nánari skoðun leiddi í ljós að hann var sjálfur að brjóta gegn barni sínu. Hinn brotlegi var handtekinn og barninu var komið til bjargar. Um 24 klst. eftir að tilkynningin var áframsend til lögreglu var barnið komið í skjól. Barnaheill reka ábendingalínu þar sem hægt er að tilkynna um ólöglegt og óviðeigandi efni á neti sem varðar börn. Þessa dagana er kynningarátak í gangi til að vekja alla til meðvitundar um mikilvægi þess að tilkynna til ábendingalínunnar um efni sem varðar ofbeldi, áreitni eða óviðeigandi framkomu við börn á neti.

Á síðasta ári tókst að hjálpa fjölda barna með því að láta fjarlægja töluvert af myndum, myndböndum og persónuupplýsingum sem þau vörðuðu af síðum hýstum á Íslandi og var nokkrum síðum lokað. Fyrir tilstuðlan tilkynninga til ábendingalínunnar, fengust upplýsingar um IP-tölur einstaklinga sem höfðu sett myndir á netið. Að auki var upplýsingum um síður sem hýstar voru í öðrum löndum komið áfram til ábendingalína og lögreglu í viðkomandi ríkjum.

Ofbeldi gegn börnum á neti er raunverulegt ofbeldi gegn raunverulegum börnum sem mikilvægt er að sé tilkynnt um á viðeigandi stað. Ábendingalína Barnaheilla, sem rekin er í samstarfi við ríkislögreglustjóra, er vettvangur til að tilkynna um slíkt efni. Börn jafnt sem fullorðnir eiga greiðan aðgang að ábendingalínunni því henni hefur verið aldursskipt og hún gerð barnvæn og styðjandi við börn og ungmenni.

Það hefur áhrif að tilkynna til ábendingalínunnar og börnum er komið til bjargar. Þú getur hjálpað okkur að eyða því versta.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda