Er eðlilegt að hlusta ekki á hjartsláttinn?

mbl.is/Colourbox

Hildur Sólveig Ragnarsdóttir ljósmóðir svarar spurningum lesenda mbl.is um allt sem tengist meðgöngu og fæðingu. Hér svarar hún spurningu um hvernig skoðun á meðgöngu er háttað. 

Góðan dag. Mig langar að spyrja hvort það sé eðlilegt að það er ekki hlustað á hjartaslátt í 10 vikna skoðun hjá ljósmóður?

Sæl og takk fyrir fyrirspurnina.

Það er alveg eðlilegt að ekki sé hlustað eftir fósturhjartslætti í 10 vikna skoðun hjá ljósmóður. Ekki er mælt með að hlusta á fósturhjartslátt á fyrsta þriðjungi meðgöngunnar. Ástæða þess er sú, að það tæki sem er notað og heitir dotpón, gefur frá sér bylgjur sem kallast doppler-bylgjur. Ef hlustað er oft og lengi með doptón getur það aukið líkur á mögulegum skaða fyrir fóstrið. Bylgjurnar geta valdið skaða á vefjum og þá sérstaklega augn- og beinvefjum. Á síðustu árum hefur notkun á þessum tækjum aukist bæði af fagfólki og einnig meðal foreldra. Það er því nauðsynlegt að hafa það í huga þegar foreldrar eru að festa kaup á þessum tækjum og nota án læknisfræðilegrar ástæðu að tækin geta valdið skaða. Einnig getur það verið snúið að finna hjartsláttinn og getur það valdið verðandi foreldrum óþarfa áhyggjum. 

Gangi þér vel.

Hildur Sólveig Ragnarsdóttir

Þú get­ur sent ljós­mæðrun­um spurn­ingu HÉR.

Hildur Sólveig Ragnarsdóttir ljósmóðir.
Hildur Sólveig Ragnarsdóttir ljósmóðir. mbl.is/Kristinn Magnússon
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál