17– 35% barna verða fyrir ofbeldi á Íslandi

Ofbeldi gagnvarp börnum er staðreynd í okkar samfélagi.
Ofbeldi gagnvarp börnum er staðreynd í okkar samfélagi. Ljósmynd/Unsplash

„Ekkert barn á að þurfa að þola ofbeldi. Raunin er samt sú að kynferðislegt ofbeldi gegn börnum er staðreynd í okkar samfélagi. Á Íslandi verða 17 35%  barna fyrir slíku ofbeldi fyrir 18 ára aldur. Það er þriðja hver stúlka og fimmti hver drengur,“ segir í nýjum pistli frá Barnaheillum: 

Mikilvægasta markmiðið er að koma í veg fyrir ofbeldi. Fyrsta stigs forvarnafræðsla felur í sér fræðslu til fullorðinna, fjölskyldna og samfélagsins. Aukin fræðsla hefur áhrif á viðhorf og þekkingu fullorðinna og eykur líkur á því að fullorðnir treysti sér betur í opnari umræðu við aðra fullorðna og börn um þessi málefni. Það getur einnig leitt til þess að fleiri börn komi fram og segi frá. 

Lykillinn að forvörnum er upplýst umræða sem skapar aukna þekkingu og trú fólks á eigin getu til að stíga fram og stöðva ofbeldi. Til að tryggja öryggi barns þarf heilt samfélag. Tengsl barns við umhverfi og samfélag hefur mótandi áhrif á samfélagslegan þroska þess. Með fræðslu til fullorðinna, sem bera ábyrgð á börnum dregur úr líkum á því að barn verði fyrir slíku ofbeldi. Þegar fullorðnir eru meðvitaðir um hætturnar og hafa skýr markmið um hvernig vernda megi börn, hegðar fólk sér í samræmi við þá áætlun. 

Námskeiðið Verndarar barna, sem stendur starfsfólki sem starfar með börnum og ungmennum til boða, hefur áhrif á viðhorfs fólks. Rannsókn á áhrifum námskeiðsins sýnir að starfsfólk tilkynnir til barnaverndar í fleiri tilvikum og börn fá hjálp fyrr frá starfsfólki eftir að það hefur sótt slíka fræðslu. Kynferðisofbeldi gegn börnum er flókið vandamál. Það getur haft alvarlegar afleiðingar fyrir þá sem fyrir því verða. Engar auðveldar lausnir finnast til að koma í veg fyrir kynferðisofbeldi gegn börnum. Það hefur þó sýnt sig að forvarnir og fræðsla skila bestum árangri í að undirbúa fólk til að koma í veg fyrir ofbeldi á börnum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda