Segir herbergi barna sinna þeirra eigin heim

Hin 12 ára gamla Constance, dóttir Carol­ine Chér­on, á þetta …
Hin 12 ára gamla Constance, dóttir Carol­ine Chér­on, á þetta herbergi. ljosmynd/aðsend

Franski inn­an­hús­stíl­ist­inn Carol­ine Chér­on hjá Bonjour á Óðins­götu segir barnaherbergi enn mikilvægari en áður nú þegar börn og unglingar eru meira heima hjá sér. Hún tekur eftir því að börnin hennar þrjú sýna herbergjum sínum og hönnun þeirra meiri áhuga en áður. 

Caroline á þrjú börn sem eru á aldrinum níu til 14 ára. Hún segir þarfir þeirra mismunandi en segir jafnframt mikilvægt að leyfa þeim að hafa áhrif á hvernig herbergin þeirra eru.  „Við verjum núna meiri tíma öll saman sem fjölskylda, spilum mikið, tölum saman og horfum á kvikmyndir. Inni á milli biðja þau um meira næði og herbergin þeirra eru tilvalinn staður fyrir það.“

Caroline segir börnin sín vera eins og venjuleg börn, nenna lítið að taka til í herbergjum sínum en nú hefur orðið breyting á. Hún segir að börnin sín skilji nú betur að með því að halda hreinu líður þeim betur í herberginu sínu. Börnin hennar hafa verið að endurskipuleggja herbergin sín. 

Hinn 14 ára gamli Paul á þetta herbergi.
Hinn 14 ára gamli Paul á þetta herbergi. ljosmynd/aðsend

„Stelpurnar hafa til dæmis farið í gegnum fataskápana sína, skoðað hvaða föt eru of lítil, hvaða dót þær nota ekki lengir, hent einhverju eða áttað sig á hlutum sem þær höfðu gleymt. Ástæðan er einnig sú þau fá lítinn skjátíma á hverjum degi svo þau þurfa að vera skapandi og enduruppgötva það sem þau höfðu gleymt.“

Hin níu ára gamla Juliette á þetta herbergi.
Hin níu ára gamla Juliette á þetta herbergi. ljosmynd/aðsend
Dætur Caroline hafa farið vel í gegnum skápana að undanförnu.
Dætur Caroline hafa farið vel í gegnum skápana að undanförnu. ljosmynd/aðsend

Caroline segir að þau hafi ekki keypt neitt nýtt enda ekki svo auðvelt að fara í verslunarleiðangur. Margar hugmyndir hafa hins vegar komið upp. Yngri dóttir hennar sem er níu ára spurði hvort hún gæti fengið gardínur, eldri dóttir hennar sem er 12 ára bjó til stærra svæði til að hafa notalegt í herberginu sínu. 14 ára gamall sonur hennar færði til húsgögn. 

„Við settum skrifborðið við gluggann, settum litla sófann hans við annan vegg. Það var reyndar þannig að þegar við fluttum inn fór hann bara eftir mínum leiðbeiningum en núna var það hann sem ákvað hvar allt átti að vera,“ segir Caroline um herbergi sonar síns. Hún segir að með meiri heimaveru átti börnin sig betur á hvað þau vilja og hvað ekki. 

„Að mínu mati er mikilvægt að börnin velji allt inn í herbergin sín. Þetta snýst um að virða persónuleika þeirra og hver þau eru,“ segir Caroline. Fullorðna fólkið segir oft hvað börn eiga og eiga ekki að gera svo það er mikilvægt að þau fái rými til þess að leyfa sínum persónuleika að þroskast og skína. „Sem foreldrar viljum við ekki að börnin líti út alveg eins og við. Þau eiga að vera með sinn eigin persónuleika og herbergin þeirra eru heimurinn þeirra, ekki minn.“

Sonur Caroline breytti staðsetningunni á sófanum inni hjá sér.
Sonur Caroline breytti staðsetningunni á sófanum inni hjá sér. ljosmynd/aðsend
Hinn 14 ára gamli Paul vildi breyta staðsetningunni á skrifborðinu …
Hinn 14 ára gamli Paul vildi breyta staðsetningunni á skrifborðinu sínu. ljosmynd/aðsend

Foreldrar þurfa að hafa einhverja stjórn og þá segir Caroline gott að reyna koma börnum í skilning um að þau geti ekki skipt um húsgögn á hverju ári. Hún myndi heldur ekki hika við að segja nei við að skreyta herbergið með hlutum tengdum teiknimyndapersónum sem tengjast ákveðnu tímabili í lífi barnanna. Hún segir þó að hún myndi ekki mótmæla litapælingum.

„Þar sem ég er litaráðgjafi veit ég hversu mikilvægt það er að virða hver þau eru og litina sem þeim líður vel í. Þess vegna völdu börnin mín stemninguna í sínum eigin herbergjum, litina og veggfóðrið. Ef ég á að vera hreinskilin er mér sama ef þau biðja mig um að mála aftur herbergin sín eftir tvö ár,“ segir Caroline og segir að lokum að hún sé handviss um að þetta frelsi hjálpi börnunum hennar í að öðlast meira sjálfsöryggi. 

Bönr Caroline völdu sjálf liti og veggfóður á herbergin sín.
Bönr Caroline völdu sjálf liti og veggfóður á herbergin sín. ljosmynd/aðsend
Herbergi hinnar 12 ára gömlu Constance.
Herbergi hinnar 12 ára gömlu Constance. ljosmynd/aðsend
Hin 12 ára gamla Constance er með skemmtilegt kósýhorn með …
Hin 12 ára gamla Constance er með skemmtilegt kósýhorn með púðum. ljosmynd/aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda