Konungleg afmælisveisla á Zoom

Karlotta litla verður 5 ára á laugardaginn.
Karlotta litla verður 5 ára á laugardaginn. AFP

Karlotta prins­essa verður 5 ára 2. maí og herma sögu­sagn­ir að breska kon­ungs­fjöl­skyld­an muni halda upp á af­mæl­is­dag­inn á fjar­funda­for­rit­inu Zoom.

Sam­kvæmt bresk­um götu­blöðum eru Katrín og Vil­hjálm­ur búin að skipu­leggja skemmti­leg­an af­mæl­is­dag handa dótt­ur sinni með leikj­um og köku. Rús­ín­an í pylsu­end­an­um verður svo veisla á Zoom, þar sem öll fjöl­skyld­an mun koma sam­an. Langamma henn­ar, Elísa­bet Eng­lands­drottn­ing, mun einnig taka þátt í veisl­unni á Zoom.

Karlotta litla er sögð vilja fá alla fjöl­skyldu sína og vini í af­mælið, en vegna kór­ónu­veirunn­ar get­ur hún það ekki. Vil­hjálm­ur Bretaprins og Katrín hafa verið í ein­angr­un ásamt börn­um sín­um þrem­ur og ekki hitt aðra í bresku kon­ungs­fjöl­skyld­unni í per­sónu síðastliðnar vik­ur.

Litli bróðir Karlottu, Lúðvík, varð tveggja ára í síðustu viku. Ekki er vitað með vissu hvernig fjöl­skyld­an hélt upp á af­mælið.

Litli frændi þeirra Karlottu og Lúðvíks, Archie, son­ur Harry Bretaprins á líka af­mæli eft­ir nokkra daga, eða þann 6. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda