Konungleg afmælisveisla á Zoom

Karlotta litla verður 5 ára á laugardaginn.
Karlotta litla verður 5 ára á laugardaginn. AFP

Karlotta prinsessa verður 5 ára 2. maí og herma sögusagnir að breska konungsfjölskyldan muni halda upp á afmælisdaginn á fjarfundaforritinu Zoom.

Samkvæmt breskum götublöðum eru Katrín og Vilhjálmur búin að skipuleggja skemmtilegan afmælisdag handa dóttur sinni með leikjum og köku. Rúsínan í pylsuendanum verður svo veisla á Zoom, þar sem öll fjölskyldan mun koma saman. Langamma hennar, Elísabet Englandsdrottning, mun einnig taka þátt í veislunni á Zoom.

Karlotta litla er sögð vilja fá alla fjölskyldu sína og vini í afmælið, en vegna kórónuveirunnar getur hún það ekki. Vilhjálmur Bretaprins og Katrín hafa verið í einangrun ásamt börnum sínum þremur og ekki hitt aðra í bresku konungsfjölskyldunni í persónu síðastliðnar vikur.

Litli bróðir Karlottu, Lúðvík, varð tveggja ára í síðustu viku. Ekki er vitað með vissu hvernig fjölskyldan hélt upp á afmælið.

Litli frændi þeirra Karlottu og Lúðvíks, Archie, sonur Harry Bretaprins á líka afmæli eftir nokkra daga, eða þann 6. maí.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Linda Sigríður Baldvinsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Guðrún Kristjánsdóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Lára Guðrún Sigurðardóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Hildur Jakobína Gísladóttir
Júlía heilsumarkþjálfi
Júlía heilsumarkþjálfi

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál