Það langar flesta að hafa vistlegt í kringum sig, ekki bara fullorðna heldur líka börn. Hægt er að hressa verulega upp á barnaherbergið með því að kaupa litrík sængurföt, mottur og púða sem gera herbergið vistlegra án þess að það kosti of mikla peninga. Það þarf ekki alltaf að henda öllu út og kaupa ný húsgögn til að búa til meiri stemningu.
Á dögunum komu tvær nýjar línur í IKEA sem heita RÖRANDE og GRACIÖS. Þessar tvær vefnaðarvörulínur skarta litríkum og fallegum sængurverasettum, handklæðum og teppum úr 100% bómull sem er af sjálfbærum uppruna. Allar vörurnar eru hannaðar með öryggi og þægindi barna að leiðarljósi.