„Var farin að mæta með hauspoka“

Guðríður Gunn­laugs­dótt­ir og Andri Jóns­son bjuggu í Dan­mörku í sjö ár og kynnt­ust því hvernig væri að kaupa notuð barna­föt. Þegar þau fluttu heim gátu þau ekki hugsað sér lífið án lopp­unn­ar og komu einni slíkri á fót. Kór­ónu­veir­an hef­ur haft já­kvæð áhrif á rekst­ur­inn og hef­ur sjald­an verið meira að gera. 

Hvernig kviknaði hug­mynd­in að Barnal­opp­unni?

„Þetta er al­geng spurn­ing sem við fáum og því lang­ar okk­ur að deila því hvaðan loppu­fyr­ir­bærið kem­ur upp­runa­lega. Við fjöl­skyld­an bjugg­um sem sagt í Kaup­manna­höfn í 7 ár og kynnt­umst dönsku Barnal­opp­unni þar. Ég var nán­ast far­in að rölta þar um með haus­poka þar sem heim­sókn­irn­ar voru farn­ar að verða óeðli­lega marg­ar. Ég stundaði einnig mikið þessa venju­legu loppu­markaði þar í landi þar sem fólk stóð sjálft og seldi sín­ar vör­ur svona svipað eins og Kola­portið hérna heima. Það sem stóð upp úr fannst mér við Barnal­opp­una er að ég þurfti ein­mitt ekki að standa sjálf og selja vör­urn­ar mín­ar. Ég kom þeim fyr­ir í básn­um og svo seldu þær fyr­ir mig og svo gat ég keypt fal­leg­ar notaðar ger­sem­ar fyr­ir stelp­urn­ar mín­ar í leiðinni. Þarna var ég kom­in með vett­vang til þess að kaupa og selja barna­vör­ur á ein­um stað! Mér fannst þetta svo mik­il snilld, að þegar við ákváðum að flytja heim urðum við hrein­lega að taka Barnal­opp­una með okk­ur. Það var ekk­ert hægt að skilja upp­á­halds­búðina mína eft­ir í Dan­mörku, ekki séns,“ seg­ir Guðríður.

Hvernig hef­ur gengið síðustu mánuði?

„Síðustu mánuðir hafa gengið langt fram­ar von­um. Það er al­veg greini­legt að umræðan í þjóðfé­lag­inu í kring­um end­ur­nýt­ingu og um­hverfið er á réttri leið. Mik­ill vöxt­ur er í búðinni hjá okk­ur og fólk al­mennt að hugsa til framtíðar með því að kaupa notað, bæði fyr­ir budd­una og jörðina auðvitað. Við vor­um auðvitað mjög stressuð eft­ir að kór­ónu­veir­an byrjaði fyr­ir al­vöru á Íslandi og verst var óviss­an í kring­um það. Sem bet­ur fer höf­um við kom­ist í gegn­um það hingað til og höld­um ótrauð áfram. Á næstu dög­um eru að bæt­ast við hjá okk­ur 17 nýir bás­ar í út­leigu til að svara þeirri miklu eft­ir­spurn eft­ir að kom­ast að hjá okk­ur og við erum einnig að skoða stærri hús­næði sem gæti verið spenn­andi kost­ur í nán­ustu framtíð.“

Hún seg­ir að heims­far­ald­ur eins og kór­ónu­veir­an sé mikið sjokk fyr­ir þjóðfé­lagið en það hafi þrátt fyr­ir það sjald­an verið meira að gera hjá þeim. Guðríður seg­ir að fólk hafi mikið verið að taka til heima hjá sér í sum­ar.

„Auðvitað al­veg hrika­legt sjokk fyr­ir þjóðfé­lagið að lenda í heims­far­aldri og öllu því sem fylg­ir hon­um. Það er búið að tak­ast vel að halda því í skefj­um. Við höf­um fylgt öll­um þeim fyr­ir­mæl­um sem okk­ur eru gef­in af stjórn­völd­um og reyn­um eins og við get­um að leiðbeina fólki sem kem­ur til okk­ar að fylgja því líka. Við fund­um einnig fyr­ir því í sum­ar að fólk var mikið að taka til í geymsl­um og bíl­skúr­um og koma til okk­ar að selja það sem ekki var verið að nota leng­ur. Það er frá­bær leið að geta end­ur­nýtt, komið barna­vör­um á nýtt heim­ili og auðvitað fengið smá auka tekj­ur í vas­ann líka í leiðinni.“

Hvað selst best?

„Það er mjög erfitt að segja. Það er allt milli him­ins og jarðar til sölu hjá okk­ur tengt börn­um. Svo koma inn nýj­ar vör­ur á hverj­um degi út af nýj­um leigj­end­um sem og nú­ver­andi leigj­end­ur koma að fylla á bás­ana sína reglu­lega. Það er auðvitað eitt­hvað hægt að tengja við árs­tím­ann, núna selst mikið af vetr­arfatnaði, regn­fatnaði og skóla- og leik­skólafatnaði. Á móti kem­ur að börn halda áfram að stækka og það selst yf­ir­leitt vel af öll­um barna­vör­um ef þær eru vel með farn­ar og á sann­gjörnu verði. Þess vegna er lík­lega erfitt að taka ein­hverj­ar stak­ar vör­ur sem selj­ast best.“

Eru ein­hver merki vin­sælli en önn­ur?

„Molo hef­ur auðvitað alltaf verið vin­sælt hjá Íslend­ing­um, svo eins og MarM­ar, Pe­tit, Soft Gallery, 66°Norður, Nike, Adi­das og fleiri af þess­um merkj­um. Svo eru auðvitað alltaf Emm­alj­unga og Buga­boo mjög vin­sæl­ir vagn­ar sem einnig selj­ast vel hjá okk­ur.“

Hvernig sjáið þið fyr­ir ykk­ur að Barnal­opp­an þró­ist?

„Eins og staðan er núna erum við að vinna mjög hörðum hönd­um í að stækka versl­un okk­ar í Skeif­unni og von­andi get­um við einnig fundið stærra hús­næði í nán­ustu framtíð til að gera heim­sókn­ina þægi­legri og skemmti­legri fyr­ir viðskipta­vini okk­ar sem og leigj­end­ur. Þá væri einnig hægt að vera með fleiri bása og meira pláss. Hins veg­ar vilj­um við helst ekki fara úr Skeif­unni þannig að von­andi hitt­um við á rétta hús­næðið sem fyrst. Hver veit svo ef við opn­um fleiri Barnal­opp­ur ann­ars staðar á Íslandi, höf­um skoðað Ak­ur­eyri og höfuðborg­ar­svæðið. Við erum alltaf með aug­un opin en erum ekk­ert að flýta okk­ur. Vilj­um frek­ar gera vel, hafa rekst­ur og markaðssetn­ingu í lagi sem og veita bestu þjón­ustu sem völ er á. Á meðan við höld­um okk­ar striki, höf­um gam­an af rekstr­in­um og öllu tengdu versl­un­inni okk­ar þá erum við ham­ingju­söm og von­um að viðskipta­vin­ir okk­ar séu það líka. Það á alltaf að vera nota­legt að koma og versla eða leigja bás hjá okk­ur, al­veg sama hvað.“

Hvað hef­ur komið ykk­ur mest á óvart í þess­um rekstri?

„Það sem hef­ur mest komið okk­ur á óvart er lík­lega hversu vel Íslend­ing­ar hafa tekið í þetta kon­sept. Líka frá­bært að sjá hvað fólki finnst frá­bært að versla notaðar vör­ur í dag og þar með koma að betri um­hverf­is­mál­um og taka þátt í framtíðar­sýn Íslands hvað varðar hringrás­ar­hag­kerfið. Svo er auðvitað mjög gam­an að segja frá því að fólk er hik­laust farið að versla notað og gefa sem gjaf­ir sem er al­veg æðis­legt.“

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda