Í dag berjumst við gegn einelti

Ben White/Unspalsh

„8. nóv­em­ber ár hvert er helgaður bar­átt­unni gegn einelti. Dag­ur­inn var í fyrsta sinn hald­inn árið 2011 og þá til að vekja at­hygli á því að einelti er of­beldi og á aldrei að líðast. Frá ár­inu 2017 hef­ur dag­ur­inn verið til­einkaður einelti meðal barna, einelti í skól­um. Einelti er brot á barna­sátt­mála Sam­einuðu þjóðanna. Þar er kveðið á um vernd allra barna gegn of­beldi og að ekki skuli mis­muna börn­um eft­ir stöðu þeirra. Einelti er mis­mun­un, því þegar barn er lagt í einelti fær það ekki að til­heyra hópn­um, er úti­lokað og niður­lægt á ein­hvern hátt,“ seg­ir í nýj­um pistli frá Barna­heill­um: 

Þegar ákveðið var að til­einka mál­efn­inu sér­stak­an dag hafði um ára­bil verið vit­und­ar­vakn­ing og verk­efni gegn einelti í skól­um, en allt kom fyr­ir ekki. Ekki hafði tek­ist að út­rýma einelti. Verk­efn­in voru fyrst og fremst viðbragðsáætlan­ir við skaða sem var skeður, skaða sem jafn­vel byrjaði að mynd­ast mörg­um árum fyrr og var orðinn fast­ur í sessi.

Barna­heill líta svo á að einelti þurfi að fyr­ir­byggja. Frá ár­inu 2014 hafa sam­tök­in því boðið upp á for­varna­verk­efni gegn einelti. Verk­efnið nefn­ist Vinátta, bygg­ist á nýj­ustu rann­sókn­um á einelti og er þróað af Mary Fond­en og Red Barnet  Save the Children í Dan­mörku. Sam­kvæmt Vináttu er einelti menn­ing­ar­legt og sam­skipta­legt mein en ekki ein­stak­lings­bund­inn vandi. Alltaf þarf að vinna með hóp­inn í heild, byggja upp já­kvæð sam­skipti og skóla­brag og efla fé­lags­færi barna frá unga aldri. Vinátta hef­ur verið kær­komið verk­efni í leik- og grunn­skól­um lands­ins og nú eru 60% leik­skóla að vinna með Vináttu og eru þar með Vináttu­leik­skól­ar og 20% grunn­skóla. Í til­efni af Degi gegn einelti árið 2020 gefa Barna­heill út nýtt og end­ur­bætt efni fyr­ir grunn­skóla sem stend­ur nú öll­um grunn­skól­um lands­ins til boða. Með vinnu sem flestra skóla með Vináttu mun tak­ast að minnka einelti til muna, því með Vináttu breyt­ast viðhorf til sam­skipta, börn og full­orðnir verða umb­urðarlynd­ari, sýna um­hyggju og virðingu, læra að setja sér mörk og skipta sér af órétti sem aðrir eru beitt­ir. Það sýna rann­sókn­ir og reynsl­an.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda