Pitt fær ekki öll börnin um jólin

Brad Pitt fær yngstu börnin til sín um jólin.
Brad Pitt fær yngstu börnin til sín um jólin. AFP

Leikarinn Brad Pitt fær að hafa hluta barna sinna hjá sér um jólin. Pitt á sex börn með leikkonunni Angelinu Jolie en hjónin fyrrverandi hafa átt í forræðisdeilu síðan þau tilkynntu skilnað fyrir fjórum árum. 

Hin 14 ára gamla Shiloh og 11 ára tvíburarnir Knox og Vivienne verða hjá föður sínum á jóladag og mega vakna þar að sögn heimildarmanns Us Weekly. „Þau mega vera hjá honum á aðfangadagskvöld,“ sagði heimildarmaðurinn.

Foreldrunum kom ágætlega saman fyrr á árinu og var þá til umræðu að verja jólunum saman sem ein fjölskylda. Síðan þá hafa plönin breyst. Sjálfselska þeirra beggja kom í veg fyrir það. 

„Brad og Angelina eiga jafnmikinn þátt í vandamálinu endalausa,“ sagði heimildarmaðurinn og sagði börnin gjalda fyrir deilu þeirra.

Angelina Jolie, Knox Leon Jolie-Pitt, Zahara Marley Jolie-Pitt, Vivienne Marcheline …
Angelina Jolie, Knox Leon Jolie-Pitt, Zahara Marley Jolie-Pitt, Vivienne Marcheline Jolie-Pitt, and Shiloh Nouvel Jolie-Pitt árið 2019. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda