Biður dóttur sína afsökunar á skilnaðinum

Skilnaður Courteney Cox og David Arquette hafði áhrif á dóttur …
Skilnaður Courteney Cox og David Arquette hafði áhrif á dóttur þeirra. AFP

Leik­ar­inn Dav­id Arqu­ette seg­ir að skilnaður­inn við Friends-stjörn­una Courteney Cox árið 2010 hafi reynt á dótt­ur þeirra. Í spurt og svarað-viðtali á vef The Guar­di­an biður leik­ar­inn hina 16 ára gömlu Coco af­sök­un­ar á skilnaðinum. 

Í viðtal­inu var hann spurður hvern hann myndi helst biðja af­sök­un­ar og af hverju. „Dótt­ur mína Coco af því að skilnaður­inn var svo erfiður,“ svaraði Arqu­ette stutt og laggott. 

Þau Arqu­ette og Cox biðu lengi eft­ir dótt­ur­inni en þeim gekk erfiðlega að eign­ast barn. Eft­ir nokk­ur fóst­ur­lát varð Coco til með hjálp tækni­frjóvg­un­ar. Þrátt fyr­ir að skilnaður­inn væri erfiður héldu þau Arqu­ette og Cox áfram að vera vin­ir. Leik­ar­inn kvænt­ist seinna Christ­inu McL­arty og á tvo syni með henni sem fædd­ust 2014 og 2017. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda