Heiðruðu ömmu Díönu á mæðradaginn

Georg, Lúðvík og Karlotta sendu ömmu Díönu kveðju á mæðradaginn …
Georg, Lúðvík og Karlotta sendu ömmu Díönu kveðju á mæðradaginn í Bretlandi í gær. AFP

Börn Vilhjálms Bretaprins og Katrínar hertogaynju heiðruðu minningu ömmu sinnar Díönu í gær. Í gær var haldið upp á mæðradaginn í Bretlandi og sendu Georg, Karlotta og Lúðvík ömmu sinni fallegt bréf og teiknuðu mynd af henni. 

„Á hverju ári á mæðradeginum gera Georg, Karlotta og Lúðvík kort þar sem þau minnast ömmu Díönu, fyrir Vilhjálm. Hvað sem gengur á, þá hugsum við um þig á mæðradaginn,“ skrifuðu Vilhjálmur og Katrín í færslu á Instagram. 

„Elsku amma Díana. Gleðilegan mæðradag. Ég elska þig mjög mikið og hugsa um þig alltaf, sendi þér ást, Georg,“ skrifaði Georg litli í bréfið sitt.

Bréfið frá Kamillu systur hans var keimlíkt en þar skrifaði hún meðal annars að pabbi hennar saknaði hennar mikið. 

Lúðvík, sem er bara tveggja ára, sendi henni fallega málað kort með hjarta og fullt af límmiðum. Snáðinn litli virðist líka kunna að skrifa nafnið sitt. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda