Leyfir prinsunum og prinsessunni að verða skítug

Georg og Karlotta hjálpa ömmu sinni Carole Middleton við garðverkin.
Georg og Karlotta hjálpa ömmu sinni Carole Middleton við garðverkin. AFP

Carole Middleton, móðir Katrínar hertogaynju af Sussex, er alltaf með eitthvert skemmtilegt verkefni tilbúið þegar barnabörnin hennar, Georg, Karlotta og Lúðvík, koma í heimsókn. Hún finnur alltaf eitthvað skemmtilegt til að gera með þeim og ekki skemmir fyrir ef krakkarnir ná að verða smá skítugir. 

Í viðtali við tímaritið Saga sagðist Carole alltaf vera búin að gera eitthvað tilbúið svo það sé hægt að byrja strax á verkefninu. 

„Ef ég er að fara planta með barnabörnunum, þá finnst mér gott að vera búin að útbúa nokkrar stöðvar, svo krakkarnir séu með sína eigin skóflu og pott og geti byrjað strax,“ sagði Carole. 

Hún sagði að það væri mikilvægt fyrir börn að læra að bera virðingu fyrir náttúrunni og hluti af því væri að leyfa þeim að verða svolítið skítug. 

Carole segir að kartöflur séu hið fullkomna einfalda grænmeti til að planta með börnunum. Hún ræktar líka gulrætur, rauðrófur og lauka með þeim. „Það er ekki til betri leið til að hvetja börnin til að borða hollt en að leyfa þeim að sjá hvernig matur vex.“

Lúðvík prins fær líka að vera með.
Lúðvík prins fær líka að vera með. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda