Íslenskt jóladagatal í Sjónvarpi Símans

Yngsta kyn­slóðin ætti að geta stytt biðina eft­ir jól­um í des­em­ber en ís­lenskt jóla­da­ga­tal hef­ur göngu sína í Sjón­varpi Sím­ans frá 1. des­em­ber og að jól­um. Í Jóla­da­ga­tali Hurðaskell­is og Skjóðu fara þau systkin­in í æv­in­týra­lega fjár­sjóðsleit þar sem þau lenda í ýms­um skemmti­leg­um æv­in­týr­um.

Jóla­da­ga­talið sem er gert í sam­starfi við Sím­ann og Sam­göngu­stofu mun ekki aðeins skemmta held­ur einnig fræða um mis­mun­andi ör­ygg­is­leg­ur í um­ferðinni, á hjól­um, snjóþotum, í strætó og fleira. Hurðaskell­ir og Skjóða þurfa nú að rifja upp allt sem að þau lærðu í um­ferðarskóla Grýlu.

„Við erum stolt að geta boðið upp á ís­lenskt jóla­da­ga­tal, aðgengi að leiknu ís­lensku efni er ekki aðeins nauðsyn­legt held­ur alltaf eitt af okk­ar allra vin­sæl­asta efni. Jóla­da­ga­tal Hurðaskell­is og Skjóðu verður ekki aðeins skemmti­legt held­ur líka fræðandi, og við hvetj­um for­eldra og for­ráðamenn til að horfa með börn­um sín­um á þætt­ina, ræða boðskap­inn með þeim og eiga sam­an æv­in­týra­lega sam­veru­stund,“ seg­ir Pálmi Guðmunds­son dag­skrár­stjóri Sjón­varp Sím­ans.

Jóla­da­ga­tal Hurðaskell­is og Skjóðu kem­ur hefst í Sjón­varpi Sím­ans þann 1. des­em­ber. Nýr þátt­ur kem­ur inn í Sjón­varp Sím­ans Premium alla morgna fram að jól­um en þætt­irn­ir verða einnig sýnd­ir í barnadag­skrá í Sjón­varpi Sím­ans klukk­an 17.30 og aft­ur klukk­an 19:00.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda