Sjáðu Ólaf Stefánsson sýna geggjaða danstakta

Hulda Björk Svansdóttir og sonur hennar, Ægir Þór Sævarsson, skemmta sér alla föstudaga með því að dansa fyrir sjúkdóminn Duchenne. Mæðginin fengu Ólaf Stefánsson handboltastjörnu til að dansa með sér í dag. 

„Við Ægir höfum verið að njóta þess að horfa á landsliðið okkar keppa á Evrópumótinu og langaði að gera skemmtilegt myndband fyrir strákana til að styðja þá. Ég verandi fröken hvatvís og óskipulögð fékk þá snilldarhugmynd að prófa að hringja í Ólaf á síðustu stundu til að athuga hvort hann vildi leggja dansa fyrir Duchenne og strákana okkar. Ég hugsaði með mér að það væri sennilega galið að ætla að hann gæti gert þetta með svona stuttum fyrirvara en annað kom nú á daginn. Ólafur eins dásamlegur sem hann er svaraði játandi og við hentum í þetta dásamlega myndband á 10 mínútum. Það var ekki verið að flækja hlutina neitt. Ef maður ætlar að láta eitthvað gerast verður maður að þora að spyrja er mottóið mitt,“ segir Hulda Björk sem berst með kjafti og klóm fyrir son sinn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda