Tvíburadrengirnir komnir með nafn

Ashley Graham og tvíburadrengirnir.
Ashley Graham og tvíburadrengirnir. Skjáskot/Instagram

Fyr­ir­sæt­an Ashley Gra­ham op­in­beraði nöfn tví­bura­drengja sinna á In­sta­gram á dög­un­um. Dreng­irn­ir komu í heim­inn hinn 7. janú­ar og virðast þeir bragg­ast vel. 

„Malachi & Rom­an. Strák­arn­ir mín­ir hafa verið bestu kenn­ar­arn­ir og góð áminn­ing um að ég get gert erfiða hluti,“ skrifaði Gra­ham við mynd sem hún deildi ný­verið. Mynd­in sýn­ir líf tví­bur­amömm­unn­ar í hnot­skurn þar sem hún sit­ur í sófa með báða dreng­ina í fang­inu en ann­ar þeirra drekk­ur brjóst á meðan hún held­ur hinum upp­rétt­um við öxl sína og læt­ur hann ropa eft­ir sinn sopa. 

Gra­ham og eig­inmaður henn­ar, Just­in Ervin, eiga einnig son­inn Isaac, sem er nýorðinn tveggja ára. Það er því vænt­an­lega í mörg horn að líta hjá fjöl­skyld­unni sem nú tel­ur fimm manns.


 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda