Meðgönguþyngdin farin

Leigh-Anne Pinnock er komin aftur í stærð 6, eða XS.
Leigh-Anne Pinnock er komin aftur í stærð 6, eða XS. Skjáskot/Instagram

Söng- og leik­kon­an Leigh-Anne Pinnock eignaðist tví­bura fyr­ir rúm­lega hálfu ári síðan. Pinnock hef­ur veið dug­leg að birta mynd­ir af sér og fjöl­skyld­unni á sam­fé­lags­miðlum upp á síðkastið og hafa aðdá­end­ur henn­ar verið agndofa yfir góðu lík­am­legu formi henn­ar eft­ir barns­b­urðinn. 

Einkaþjálf­ari Pinnock, Ai­mee Victoria Long, sagði í sam­tali við fréttamiðil­inn The Sun á dög­un­um að Pinnock væri ekki enn búin að fara inn í lík­ams­rækt­ar­stöð síðan hún varð ófrísk. 

„Hún er í betra formi núna en hún var, áður en hún varð ólétt,“ sagði Long en Pinnock æfir heima eft­ir lík­ams­ræktaráætl­un frá Long þar sem teygj­ur, hand­lóð og æf­inga­motta er allt sem þarf. 

„Hún hug­ar vel að lík­ama sín­um og elsk­ar hann. Hún tal­ar sig aldrei niður og seg­ir aldrei neitt nei­kvætt um lík­ama sinn,“ er haft eft­ir einkaþjálf­ar­an­um. „Hana lang­ar til að vera sterk og heil­brigð og hæf fyr­ir börn­in sín,“ sagði hún jafn­framt. 

Leigh-Anne Pinnock hugaði vel að heil­brigði sínu á meðan á tví­bur­ameðgöng­unni stóð og ræktaði lík­amann allt fram að fæðing­ar­degi. Þrátt fyr­ir að Pinnock hafði þyngst á meðgöngu­tím­an­um, eðli máls­ins sam­kvæmt, þá hef­ur henni tek­ist að losa sig við meðgönguþyngd­ina og er kom­in í sömu fata­stærð og hún var í áður en hún varð ófrísk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda