Meðgönguþyngdin farin

Leigh-Anne Pinnock er komin aftur í stærð 6, eða XS.
Leigh-Anne Pinnock er komin aftur í stærð 6, eða XS. Skjáskot/Instagram

Söng- og leik­kon­an Leigh-Anne Pinnock eignaðist tví­bura fyr­ir rúm­lega hálfu ári síðan. Pinnock hef­ur veið dug­leg að birta mynd­ir af sér og fjöl­skyld­unni á sam­fé­lags­miðlum upp á síðkastið og hafa aðdá­end­ur henn­ar verið agndofa yfir góðu lík­am­legu formi henn­ar eft­ir barns­b­urðinn. 

Einkaþjálf­ari Pinnock, Ai­mee Victoria Long, sagði í sam­tali við fréttamiðil­inn The Sun á dög­un­um að Pinnock væri ekki enn búin að fara inn í lík­ams­rækt­ar­stöð síðan hún varð ófrísk. 

„Hún er í betra formi núna en hún var, áður en hún varð ólétt,“ sagði Long en Pinnock æfir heima eft­ir lík­ams­ræktaráætl­un frá Long þar sem teygj­ur, hand­lóð og æf­inga­motta er allt sem þarf. 

„Hún hug­ar vel að lík­ama sín­um og elsk­ar hann. Hún tal­ar sig aldrei niður og seg­ir aldrei neitt nei­kvætt um lík­ama sinn,“ er haft eft­ir einkaþjálf­ar­an­um. „Hana lang­ar til að vera sterk og heil­brigð og hæf fyr­ir börn­in sín,“ sagði hún jafn­framt. 

Leigh-Anne Pinnock hugaði vel að heil­brigði sínu á meðan á tví­bur­ameðgöng­unni stóð og ræktaði lík­amann allt fram að fæðing­ar­degi. Þrátt fyr­ir að Pinnock hafði þyngst á meðgöngu­tím­an­um, eðli máls­ins sam­kvæmt, þá hef­ur henni tek­ist að losa sig við meðgönguþyngd­ina og er kom­in í sömu fata­stærð og hún var í áður en hún varð ófrísk.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda