5 ráð þegar börn eru óþekk

Það er mikilvægt að einblína á hegðunina en ekki barnið …
Það er mikilvægt að einblína á hegðunina en ekki barnið sjálft. mbl.is

For­eldr­ar barna sem telj­ast gáfuð og ör­ugg virðast hall­ast að viss­um upp­eldisaðferðum þegar börn­in eru óþekk. 

Eitt það mik­il­væg­asta sem for­eldri get­ur gert er að viður­kenna og hrósa barn­inu fyr­ir já­kvæðar venj­ur og þegar það nær ákveðnum mark­miðum í líf­inu. Þetta bygg­ir upp sjálfs­traust þeirra og hvet­ur þau áfram til góðra verka.

En ekk­ert barn er full­komið og stund­um ger­ir það eitt­hvað sem það ætti ekki að gera. Þá skipta viðbrögð for­eldra öllu máli. 

1. Alltaf að varpa ljósi á hegðun­ina

Það er alltaf betra að hrósa fyr­ir ákveðna hegðun frek­ar en per­són­una í heild sinni. Það er tvennt ólíkt að segja, „Þú ert frá­bær!“ eða „Vel gert hjá þér!“ og „Gott hjá þér að ganga frá eft­ir þig!“

Með þess­um hætti eru börn ekki alltaf und­ir smá­sjá með að vera annað hvort „góð“ eða „slæm“. Þau fá gagn­rýni fyr­ir hegðun­ina, sem alltaf má breyta til hins betra.

Að sama skapi á að skamma þau fyr­ir hegðun­ina eins og til dæm­is, „Mér lík­ar það ekki þegar þú lem­ur bróður þinn“ frek­ar en „Þú ert slæm­ur bróðir“.

2. Nota ekki skömm held­ur sam­visku­bit

Adam Grant pró­fess­or í sál­fræði seg­ir að það að höfða til sam­visk­unn­ar til að skamma barnið sé betra en að láta það skamm­ast sín. Skömm­in sé ekki væn­leg til ár­ang­urs. Sam­visk­an get­ur hins veg­ar virkað sterkt í mörg­um til­vik­um.

Sam­visk­an fær barnið til að hugsa sig um hvernig ákveðin hegðun missti marks. Sam­visk­an fær börn til þess að sjá eft­ir hlut­un­um og hugsa um hvernig hinni mann­eskj­unni leið.

3. Byggja upp sjálfs­virði

Grant mæl­ir með því að biðja börn á leik­skóla­aldri til þess að verða hjálp­ar­ar. Það að fá börn til þess að taka þátt í dag­leg­um verk­efn­um fær þau til þess að þróa með sér samúð og fær þau til að líða líkt og þau hafi mikið fram að færa. Betra er að byrja á þessu meðan þau eru enn ung svo þau venj­ist því að hjálpa öðrum.

 4. Talað um til­finn­ing­ar

Það er mik­il­vægt að eiga opin sam­töl um til­finn­ing­ar. Spurðu barnið til dæm­is út í það hvernig því leið þegar það til dæm­is öskraði á syst­ur sína og hvernig syst­ur­inni gæti hafa liðið að láta öskra á sig. Það er líka kjörið tæki­færi að ræða um til­finn­ing­ar meðan verið er að lesa myndskreytt­ar bæk­ur. 

5. Forðast að múta

Stund­um gef­ast for­eldr­ar upp og byrja að múta börn­un­um fyr­ir góða hegðun. En marg­ir sér­fræðing­ar mæla gegn því. Mút­ur virka bara til skamms tíma. Það á ekki að þurfa að kaupa sér góða hegðun. For­eldr­ar eiga að ná til barns­ins á þann hátt að barnið kjósi frek­ar að hegða sér vel.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda