Vinkonunum flogið með einkaþotu í afmælið

Frumburður athafnakonunnar Kim Kardashian, North West hélt glæsilega afmælisveislu fyrir …
Frumburður athafnakonunnar Kim Kardashian, North West hélt glæsilega afmælisveislu fyrir vinkonur sínar á dögunum. Samsett mynd

Öllu var tjaldað til í afmælisveislu frumburðar Kim Kardashian, North West þegar hún hélt upp á 9 ára afmælið sitt á dögunum. Kardashian systurnar eru þekktar fyrir að halda glæsilegar þemaveislur, en í þetta sinn var „óhugnanlegt óbyggðaþema“ að sögn Kim.

Vinkonum North var flogið í veisluna í einkaþotu Kim sem var skreytt með blöðrum, köngulóavefjum og trjábolum í takt við þema afmælisins.

Þegar vinkonurnar mætti í afmælið beið þeirra einkaþota skreytt blöðrum.
Þegar vinkonurnar mætti í afmælið beið þeirra einkaþota skreytt blöðrum. Skjáskot/Instagram
Einkaþotan Kim Air var skreytt í takt við þema afmælisins.
Einkaþotan Kim Air var skreytt í takt við þema afmælisins. Skjáskot/Instagram

Í veislunni fóru vinkonurnar í allskyns afþreyingu í skóginum, meðal annars í Zip line, skotfimi, flúðasiglingu og sjóbretti. 

Afmælisbarnið á leið í Zip line.
Afmælisbarnið á leið í Zip line. Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Skotfimi í skóginum.
Skotfimi í skóginum. Skjáskot/Instagram
Skjáskot/Instagram
Afmælisbarnið skemmti sér konunglega á sjóbretti.
Afmælisbarnið skemmti sér konunglega á sjóbretti. Skjáskot/Instagram

Í lok dags gistu vinkonurnar í tjöldum sem skreytt voru með dádýrahausum og gerviblóði. Kim mætti í spjallþáttinn The Tonight Show á dögunum þar sem hún ræddi afmælið og sagði dóttur sína vera mjög hrifna af brelluförðun. „Hún gerir mjög góð sár og ör. Hún fór á námskeið og vildi kenna vinkonum hennar,“ útskýrði Kim. 

Vinkonurnar gistu í tjöldum.
Vinkonurnar gistu í tjöldum. Skjáskot/Instagram
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda