Bleikt draumaafmæli dóttur Kourtney Kardashian

Samsett mynd

Raun­veru­leika­stjarn­an Kourt­ney Kar­dashi­an fagnaði 10 ára af­mæli dótt­ur sinn­ar, Penelope á dög­un­um. Kar­dashi­an syst­urn­ar eru þekkt­ar fyr­ir að halda sér­lega glæsi­leg­ar af­mæl­is­veisl­ur fyr­ir börn­in sín þar sem öllu eru tjaldað til og var af­mæli Penelope eng­in und­an­tekn­ing. 

Af­mæli Penelope var hin full­komna bleika af­mæl­is­veisla, en þær mæðgur plönuðu veisl­una sam­an. „Ég elska að leyfa krökk­un­um mín­um að velja þegar kem­ur að því að halda upp á af­mæli þeirra. Við búum til Pin­t­erest borða sam­an þar sem hún seg­ir mér all­ar hug­mynd­ir sín­ar og ég hjálpa henni að koma þeim í fram­kvæmd,“ sagði Kar­dashi­an í sam­tali við Poosh

Þema af­mæl­is­ins var pastel­bleikt og var bak­g­arður Kourt­ney skreytt­ur hátt og lágt með blöðrum, blóm­um og bleik­um kræs­ing­um. 

Kar­dashi­an á þrjú börn, þau Ma­son, Penelope og Reign með fyrr­ver­andi kær­asta sín­um Scott Disick. Þau hættu sam­an árið 2015 eft­ir níu ára sam­band, en nú er Kar­dashi­an gift tón­list­ar­mann­in­um Tra­vis Bar­ker. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda