Fertug hrein mey þráir að eignast barn

Lolo Jones hefur bæði keppt í grindarhlaupi og á bobsleða …
Lolo Jones hefur bæði keppt í grindarhlaupi og á bobsleða á Ólympíuleikunum. Samsett mynd

Ólymp­íufar­inn Lolo Jo­nes hef­ur verið ófeim­in við að segja frá ákvörðun sinni að stunda ekki kyn­líf fyr­ir hjóna­band. Á dög­un­um deildi hún til­finn­ingaþrungnu mynd­bandi með fylgj­end­um sín­um á In­sta­gram þar sem hún op­in­beraði að hún væri að hefja ferli til að frysta í sér egg­in með það mark­mið að fara í gla­sa­frjóvg­un. Í færsl­unni seg­ist Jo­nes ekki enn hafa fundið rétta mann­inn, og að tím­inn sé nú á þrot­um. 

Jo­nes er ein af fáum sem hef­ur bæði keppt á sum­ar- og vetr­arólymp­íu­leik­um, en hún keppti í grind­ar­hlaupi á sum­arólymp­íu­leik­un­um 2008 og 2012, en árið 2014 keppti hún á bobsleða á vetr­arólymp­íu­leik­un­um. 

„Mig lang­ar virki­lega í fjöl­skyldu. Ég hef beðið eft­ir mann­in­um mín­um í svo mörg ár,“ skrifaði Jo­nes við mynd­bandið, en hún varð fer­tug á dög­un­um. Hún seg­ir ekk­ert hræða sig meira en til­hugs­un­ina um að tím­inn sé á þrot­um og hún muni ekki eign­ast fjöl­skyldu.

View this post on In­sta­gram

A post shared by Lolo Jo­nes (@lolojo­nes)

Jo­nes ætlaði upp­haf­lega að frysta í sér egg­in þegar hún var þrítug. „Ég hugsaði samt alltaf að ég myndi hitta mann­inn minn og allt mundi ganga upp. En hér er ég, næst­um 10 árum síðar og það hef­ur ekki enn gerst. Ég kvíði því að geta mögu­lega ekki eign­ast börn, og sá kvíði eykst dag­lega,“ bætti hún við. 

Í sam­tali við People seg­ir Jo­nes ákvörðun sína að stunda ekki kyn­líf vissu­lega hafa haft áhrif á ástar­líf sitt. „Já, það hef­ur klár­lega haft slæm áhrif á ástar­líf mitt. Þetta þykir gam­aldags, en þetta er eitt­hvað sem ég vil gera til að heiðra framtíðar maka minn,“ sagði hún. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda