Gott skólanesti mikilvægt fyrir framúrskarandi skóladag

Hannah Tasker/Unsplash

Nem­end­ur á öll­um skóla­stig­um þurfa á hald­góðri nær­ingu að halda til að kom­ast í gegn­um skóla­dag­inn. Náms­menn ættu því ekki að van­meta gott nesti og mik­il­vægi þess að skipu­leggja nær­ingu dags­ins þannig að nestið sé bæði fjöl­breytt og hollt. 

Gamla góða sam­lok­an

Sam­lok­ur eru alltaf klass­ísk­ar sem nesti en geta orðið leiðigjarn­ar til lengd­ar. Til að koma í veg fyr­ir það og fá sem mest­an fjöl­breyti­leika í sam­loku­gerðina er um að gera að prófa sig áfram með mis­mund­andi brauðteg­und­ir og álegg. Auk grófs sam­loku­brauðs er til­valið að nota pítu­brauð, vefj­ur, gróft ham­borg­ara­brauð og flat­brauð í sam­loku­gerðina. Prófaðu mis­mun­andi álegg á borð við smurosta, humm­us, pestó, lifr­arkæfu, kjötálegg, egg, lárperu, reykt­an sil­ung og græn­meti, svo dæmi séu tek­in. Spenn­andi sós­ur lífga upp á all­ar sam­lok­ur og því um að gera að eiga nokkr­ar sósu­teg­und­ir í eld­hús­inu heima þegar verið er að smyrja fyr­ir dag­inn.

Þeyt­ing­ur í ferðabland­ara

Fyr­ir fólk sem er hrifið af þeyt­ing­um þá get­ur verið sniðugt að fjár­festa í ferðabland­ara. Ferðabland­ar­ar eru með hleðsluraf­hlöðu og því hægt að nota þá hvar sem er. Jafn­vel er hægt að hlaða þá í bíln­um á leið í skól­ann.

Af­göng­um pakkað í vefj­ur

Af­gang­ar frá deg­in­um áður koma alltaf sterk­ir inn sem nesti. Ef ekki á að taka af­gang­inn frá deg­in­um áður með í skól­ann dag­inn eft­ir þá er til­valið að frysta mat­inn í hæfi­leg­um stærðum svo hægt sé að grípa með seinna. Fyr­ir krakka geta af­gang­ar verið mjög spenn­andi kost­ur ef þeim er pakkað inn í vefj­ur.

Tayl­or Kiser/​Unsplash

Kald­ir graut­ar

Flest­ir krakk­ar elska mjólk­urgraut en hann má al­veg borða kald­an. Þá hent­ar chia-graut­ur sér­lega vel í nesti, enda chia-fræ afar nær­ing­ar­rík. Það er sniðugt að búa til chia-graut í nokkr­ar krukk­ur í einu inn í ís­skáp og eiga þá fyr­ir næstu daga til að grípa með sér.

Þurrkað nasl og hnet­ur

Full­orðnum er óhætt að taka hnet­ur og möndl­ur með sér í skól­ann en í flest­um grunn­skól­um er hins veg­ar hnetu­bann. Fyr­ir grunn­skólakrakka eru þurrkaðir ávext­ir hent­ugri í staðinn, eins og rús­ín­ur, döðlur, apríkós­ur, ban­an­ar eða epli.

Þjóðleg­ur mat­ur

Lifr­ar­pylsa eða sviðasulta geta verið ágæt­is­kost­ur sem nesti, fyr­ir þá sem borða slík­an mat. Þá er harðfisk­ur líka góður kost­ur, jafn­vel með smjörklípu. Harðfisk­ur í skífu­formi eða litl­um bit­um hent­ar sér­lega vel í nest­is­box barna.

Humm­us og græn­meti

Niður­skorið græn­meti og humm­us til að dýfa græn­met­inu í er frá­bært nesti því humm­us er bæði pró­tín­rík­ur og saðsam­ur. Gul­ræt­ur, litl­ar gúrk­ur, brok­kolí, sell­e­rí og niður­skorn­ar paprik­ur er dæmi um græn­meti sem hent­ar vel með humm­us.

Fram­andi ávext­ir

Það er alltaf auðvelt að grípa ávexti með í nesti. Klass­ísk­ir nest­isávext­ir eru ban­an­ar, vín­ber, epli og manda­rín­ur. Síðan er um að gera að prófa ný­stár­legri ávexti til að auka fjöl­breytn­ina, ávexti eins og til dæm­is sól­ald­in og dreka­ávöxt en þess­ir ávext­ir fást oft í græn­met­is­deild­um stór­versl­ana.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

ráðgjafi hjá Fyrsta skrefinu og umsjónarmaður Meðvirknipodcastsins

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda

fasteignasali svarar spurningum lesenda