„Loksins byrjuð að fá orku aftur“

Kourtney Kardashian segist loksins vera farin að fá orkuna sína …
Kourtney Kardashian segist loksins vera farin að fá orkuna sína aftur, tíu mánuðum eftir að hafa hætt í tæknifrjóvgunarmeðferð. Skjáskot/Instagram

Raun­veru­leika­stjarn­an Kourt­ney Kar­dashi­an hef­ur talað op­in­skátt um tækni­frjóvg­un­ar­ferli sitt, en rúm­ir tíu mánuðir eru liðnir frá því að hún hætti í meðferðinni og hún seg­ist „loks­ins byrjuð að fá orku aft­ur.“

Kourt­ney seg­ir tækni­frjóvg­un­ina hafa reynt mikið á heilsu sína, bæði lík­am­lega og and­lega. Fram kem­ur á vef Page Six að þær hafi meðal ann­ars valdið þyngd­ar­aukn­ingu og tíðar­hvörf­um hjá Kourt­ney. 

„Loks­ins byrjuð að fá ork­una mína aft­ur tíu mánuðum eft­ir gla­sa­frjóvg­un­ina, fyr­ir alla aðra sem eru að fara í gegn­um þetta, þá lag­ast þetta,“ skrifaði Kourt­ney við mynd af sér á æf­ingu, en hún virðist vera far­in að hafa orku til að hlaupa á ný. 

Kourtney tók mynd á hlaupabrettinu og fagnaði því að vera …
Kourt­ney tók mynd á hlaupa­brett­inu og fagnaði því að vera að fá ork­una sína á ný. Skjá­skot/​In­sta­gram

Kourt­ney og eig­inmaður henn­ar, Tra­vis Bar­ker, gengu í það heil­aga í maí síðastliðnum eft­ir að hafa verið sam­an í rúmt ár. Þau vildu ólm stækka fjöl­skyldu sína, en þau eiga fyr­ir fimm börn, Tra­vis á son og dótt­ur með fyrr­ver­andi eig­in­konu sinni og Kourt­ney á tvo syni og eina dótt­ur með fyrr­ver­andi kær­asta sín­um. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert

Spurt og svarað

húðlæknir á Húðlæknastöðinni svarar spurningum lesenda

sálfræðingur á Sálfræðistofunni Sálarlíf svarar spurningum lesenda

einstaklings- og fjölskylduráðgjafi svarar spurningum lesenda

endurskoðandi svarar spurningum lesenda

Klínískur félagsráðgjafi hjá Lausninni

hjúkrunar- og kynfræðingur svarar spurningum lesenda

svarar spurningum um lögfræðileg mál

lýtalæknir svarar spurningum lesenda